fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirHafnarfjarðarbær þarf að greiða 43,5 milljónir kr. vegna dómsmáls Strætó og Teits...

Hafnarfjarðarbær þarf að greiða 43,5 milljónir kr. vegna dómsmáls Strætó og Teits Jónassonar ehf.

Í fjárhagsáætlunum Strætó undanfarin ár hefur verið gerður fyrirvari um að þegar niðurstaða í dómsmáli Teits Jónassonar ehf. gegn Strætó lægi fyrir yrðu eigendur Strætó að leggja félaginu til aukið fé til að greiða skaðabætur og vextir af henni.

Nú hefur Landsréttur dæmt Strætó til að greiða um 193.918.137 kr. í skaðabætur ásamt vöxtum til 11. september 2020 en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Heildarupphæð er því 351.458.794 kr.

Í bréfi til sveitarfélaganna sex sem standa að Strætó, 13. desember sl. er óskað eftir að eigendur Strætó leggi félaginu til fjármagn til að standa skil á niðurstöðu í máli
þessu. Óskað er eftir að umrædd tillaga fái flýtimeðferð.

Hlutur Hafnarfjarðarkaupstaðar er 43,5 milljónir kr. en Reykjavíkurborg þarf að borga mest, 199 milljónir kr.

Dómsmálið

Strætó bs. auglýsti árið 2009 eftir þátttakendum í lokuðu útboði um akstur almenningsvagna. Teits Jónassonar ehf. var meðal þeirra sem bauð í aksturinn. Að útboðinu loknu gekk Strætó bs. til samninga við Hagvagna hf. og Kynnisferðir ehf. Höfðaði Teits Jónassonar ehf. í kjölfarið mál á hendur Strætó bs. og krafðist þess að viðurkenndur yrði réttur félagsins til skaðabóta vegna missis hagnaðar sem það hefði notið ef tilboði þess hefði ekki verið hafnað. Með dómi Hæstaréttar 1. júní 2017 í máli nr. 485/2016 var fallist á kröfu Teits Jónassonar ehf. um viðurkenningu á bótaskyldu Strætó bs. Í málinu staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um greiðslu skaðabóta til Teits Jónassonar ehf. að því undanskildu að upphafstíma dráttarvaxtakröfu var breytt auk þess sem fjárhæð kröfu Teits Jónassonar ehf. var lækkuð til samræmis við leiðrétta undirmatsgerð sem niðurstaða um fjárhæð bóta byggði að hluta til á.

Sjá má dóminn hér

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2