fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniJólaganga og jólaball í miðbænum

Jólaganga og jólaball í miðbænum

Síðasta helgi aðventunnar er að renna upp og mun miðbær Hafnarfjörðar skína skært um helgina sem jafnframt er síðasta opnunarhelgi Jólaþorpsins í Hafnarfirði.

Þúsundir gesta hafa sótt jólabæinn og Jólaþorpið heim síðustu vikur og notið þess að upplifa einstaka og hlýlega stemningu í hjarta Hafnarfjarðar. Nú eru að verða síðustu forvöð til að njóta þetta árið.

Hafnfirskar hefðir í bland við nýtt og öðruvísi

Þessi fjórða helgi aðventunnar verður fjölbreytt og viðburðarík. Hellisgerði er opið allan sólarhringinn til upplifa og njóta fram á nýja árið.

Jólaþorpið er opið á morgun, Þorláksmessu, kl. 13-21. Skjóða og Langleggur standa fyrir jólaballi á Thorsplani kl. 15 og stýra þar söng og dansi. Jólasveinar og Grýla verða einnig á ferð og talið afar líklegt að glaðbeitt börnin fá smá glaðning.

Hefð hefur skapast fyrir jólagöngu á Þorláksmessu sem endar með ljúfum söng þeirra Diljár og Sigurðar Guðmundssona í Jólaþorpinu. Upphafsstaður jólagöngunnar hefur verið breytilegur hin síðustu ár og verður nú í ár gengið frá Fornubúðum þar sem verslanir og veitingaaðilar verða með opið fyrir áhugasama í notalegri jólastemningu við smábátahöfnina. Kammerkór Hafnarfjarðar leiðir gönguna með fallegum söng og Björgunarsveit Hafnarfjarðar selur kyndla við Íshús Hafnarfjarðar fyrir göngu. Söluaðilar í Jólaþorpinu munu taka vel á móti gestum og gangandi alla helgina og alltaf eitthvað um að vera í gróðurhúsunum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2