fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirFlugnám á Hamrinum í samstarfi við Flensborgarskólann

Flugnám á Hamrinum í samstarfi við Flensborgarskólann

Flugskóli Reykjavíkur og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði í samstarf

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og Flugskóli Reykjavíkur hafa gert með sér samkomulag um afnot á kennsluhúsnæði fyrir flugskólann. Kennt verður bæði til einkaflugmanns og atvinnuflugnáms og mun kennslan fara fram í Brekku, einni af þremur byggingum Flensborgarskólans.

„Þetta er gott tækifæri til að nýta enn betur skólahúsnæði Flensborgarskólans. Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi og hlökkum til að fá hingað inn í skólann verðandi flugkappa framtíðarinnar,“ segir Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans.

„Stærsta gleðiefnið í þessu er svo að þróa nýjan áfanga í flugfræðum fyrir nemendur skólans. Hugmyndin er að bjóða nemendum okkar upp á grunnáfanga í flugfræðum, nokkurs konar kynningu á öllu því sem viðkemur flugi og þjónustu því tengdu. Þennan áfanga geta nemendur tekið með sér sem hluta af vali á öllum brautum skólans sem er mjög spennandi.“

Hjörvar Bragason, skólastjóri Flugskóla Reykjavíkur, segir að samkomulagið muni koma sér vel fyrir alla hlutaðeigandi aðila, einkum þá nemendur sem hafa hug á að þreyta flugnám samhliða framhaldsskóla eða strax að honum loknum.

„Við hjá Flugskóla Reykjavíkur horfum björtum augum á komandi tíma í flugkennslu á Íslandi og fögnum því tækifæri sem nemendum við Flensborgarskólann mun bjóðast, að geta tekið kynningaráfanga í flugfræðum undir leiðsögn Flugskólans. Með þessu fyrirkomulagi vonumst við til þess að áhugi framhaldsskólanemenda á flugnámi eflist, og að þeir einstaklingar sem finni sig í flugtengdu námi nýti sér þær einingar sem að einkaflugmannsnám telur til stúdentsprófs.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2