fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirSlökkviliðið vill slökkvistöð á Völlunum

Slökkviliðið vill slökkvistöð á Völlunum

Starfshópur um húsnæðismál Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bx. (SHS) hefur unnið að því að þarfagreina og leggja til fjölda og staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu m.t.t. viðbragðstíma og þjónustustigs slökkviliðsins. Hefur starfshópurinn lagt fram tillögur sem stjórn SHS hefur samþykkt að unnið verði að framgangi framkvæmdaáætlunar í samræmi við tillögur hópsins sem skiptist í þrjá áfanga:

  1. Árið 2024 til 2026 verið fjölgað um eina slökkvistöð við Tónahvarf í Kópavogi. Einnig verið samið við Reykjavíkurborg um að byggja við slökkvistöðina sem SHS leigir af Reykjavíkurborg á Kjalarnesi.
  2. Árið 2025 til 2027 verið starfsemi SHS flutt úr Skógarhlíð í nýja björgunarmiðstöð milli Klepps og Holtagaða og á BSÍ reit í Reykjavík. Stöð á Tunguhálsi verði lokað og Skóghlíð seld.
  3. Árið 2027 til 2031 verði fjölgað um eina stöð við Ásbraut/Tjarnarvelli í Hafnarfirði.

Tryggja þarf að taka frá lóðir fyrir slökkvistöðvarnar því góð staðsetning og aðkoma að stofnbrautum er lykilatriði fyrir viðbragðstíma slökkviliðsins. Er óskað eftir að sveitarfélögin gefi út formleg vilyrði fyrir ofangreindum lóðum.

Í skýrslu starfshópsins segir m.a.:

Núverandi stöð við Skútahraun er á heppilegum stað til að þjóna byggð í Garðabæ og á Álftanesi auk Hafnarfjarðar að undanskildum nýjustu hverfunum í suðurhluta bæjarins. Færsla Skútahraunsstöðvar í suðurátt hefur verið skoðuð en hún lengir aksturstíma á Álftanesi og Garðabæ þannig að aksturstími á þau svæði verður að mestu lengri en 12,5 mínútur.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í suðurhverfum Hafnarfjarðar, bæði iðnaðar- og íbúðarhúsnæði. Fullnægjandi þjónustu við suðurhverfin verður tæpast náð nema með nýrri stöð í þeim hluta bæjarins, t.d. við Ásbraut/Tjarnarvelli. Á það bæði við um ný íbúðahverfi og einnig sívaxandi atvinnustarfsemi á svæðinu.

Viðbragðstími án viðbótarstöðvar
Viðbragðstími með viðbótarstöð við Ásbraut

Ný stöð á þessu svæði er komin í námunda við álver Rio Tinto í Straumsvík. Þar var til skamms tíma slökkvilið sem nú hefur verið lagt niður og því er lagt til að teknar verði upp viðræður við álverið um mögulegt samstarf við uppbyggingu og rekstur nýrrar slökkvistöðvar. Komi til flugvallargerðar í Hvassahrauni í framtíðinni getur samstarf þar á milli styrkt viðbragðsgetu í Hafnarfirði sem og á flugvellinum.

Á þessari stundu er engin lóð á svæðinu frátekin fyrir útkallsstöð en enn eru möguleikar á því, meðal annars á mótum Tjarnarvalla og Ásbrautar.

Erindi stjórnar SHS var tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarráð í gær sem vísaði erindinu til vinnslu á umhverfis- og skipulagssviði.

Þessi slökkvibíll var lengi kallaður „Nýi bíllinn“ þó hann hafi verið kominn til ára sinni enda enginn nýrri þá. Ekki er reiknað með honum í nýju stöðina á Völlum, ekki einu sinni í platútköll.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2