fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttir84 ára hjóp hljóp 5 km keppnishlaup á 42,41 mínútum - MYNDASYRPA

84 ára hjóp hljóp 5 km keppnishlaup á 42,41 mínútum – MYNDASYRPA

199 hlaupar hlupu í snjónum í Hafnarfirði

Fyrsta hlaup ársins í Hlaupaseríu Hlaupahóps FH og 66°N var hlaupið á Strandstígnum sl. fimmtudag og luku 199 hlauparar á öllum aldri keppni í 5 km hlaupi. Hlaupin eru samtals þrjú, hlaupið síðasta fimmtudag í janúar, febrúar og mars.

Upphaf og endir var á Strandstígnum á móts við Íþróttahúsið við Strandgötu en hlaupið er á Strandstígnum vestur á Malir og upp Herjólfsbraut og tekinn snúningur eftir Naustahlein og svo til baka. Töluvert snjóaði á hlaupadag og ekki leit út fyrir gott hlaupaveður en úr því rættist og þó hlaupaleiðin hafi verið órudd þjappaðist hún hratt og færið var nokkuð gott miðað við árstíma.

Lang fyrstur í hlaupinu var Arnar Pétursson sem kom í mark á 16,27 mínútum, um hálfri annarri mínútu á undan næsta manni, virtist koma óþreyttur mark!

Arnar Pétursson ásamt barni sínu, nýkominn í mark.

En sennilega voru flestir að hlaupa sér til gamans og fóru hægar yfir enda margir komnir yfir besta keppnisaldurinn ef árangurinn er mældu í hraða. Meðalaldur hlaupara var 40 ára, sá yngsti var 12 ára og sá elsti 84 ára og nokkuð jafnskipt meðal kynja en konur þó heldur fleiri.

Rannveig Hafberg og Eysteinn Hafberg.

Elsti keppandinn í hlaupinu var Eysteinn Hafberg, á 84. ári úr Skokkhópi Hauka, en hann kom í mark, með dóttir sína sér við hlið, á 42,41 mínútum. Hefur hann verið duglegur að taka þátt í keppnum og flottur hlaupari.

Ragna María Ragnarsdóttir

Elsta konan í hlaupinu var Ragna María Ragnarsdóttir, 76 ára gömul úr Val skokki, og kom hún í mark á 44,35 mínútum. Kom hún hress í mark enda mikil íþróttakona sem setti m.a. Íslandsmet í 5 km hlaupi á síðAsta ári er hún hljóp vegalengdina á 36,04 mínútum. Hún lét sér þó ekki nægja að keppa í hlaupum á síðasta ári en hún keppti líka í garpasundi.

Sigurður Konráðsson sækir keppnisgögnin sín.

Sigurður Konráðsson úr Hlaupasamfélaginu, var sá þriðji kominn yfir sjötugt, fæddur 1953, en hann kom í mark á aldeilis glæsilegum tíma, 27,45 mínútum.

Glæsilegar fyrirmyndir fyrir aðra eldri borgara.

Öll úrslit má finna hér.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2