fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirBæjarstjórn hvetur til að gerð hættumats verði flýtt

Bæjarstjórn hvetur til að gerð hættumats verði flýtt

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum 14. febrúar tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetji hlutaðeigandi aðila, undir forystu Veðurstofu Íslands, að flýta eins og kostur er gerð hættumats vegna eldgosa og jarðskjálfta á höfuðborgarsvæðinu.

Í greinargerð með tillögunni sagði að fyrir liggi að skv. fyrirliggjandi áætlun um áhættumat vegna jarðskjálfta að það mat liggi fyrir vor 2024, en samskonar mat vegna eldgosa ekki fyrr en á árinu 2025. Mikilvæg sé að þeirri vinnu verði hraðað og lokið hið fyrsta, enda er ljóst að vinna við aðalskipulag og möguleg ný svæði byggja á þeim mötum. „Þá kalla bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar á opna umræðu um stöðu mála er varða eldgosavá og mögulegt hraunrennsli. Það verði gert með íbúafundum og skýrum upplýsingum“.

Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar segir að meirihlutinn lýsi yfir ánægju með að bæjarstjórn öll tekur undir þau sjónarmið sem bæjarstjóri kom á framfæri í grein í Morgunblaðinu 8. febrúar sl., að vinnu við eldgosahættumat verði flýtt. Í kjölfarið muni stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (sem er framkvæmdastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu) fjalla um málið á næsta fundi sínum og möguleikana á því að matinu verði flýtt.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2