Á aðalfundi Samtaka íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, sem var haldinn í golfskála Keilis 15. febrúar var haldið upp á 30 ára afmæli samtakanna.
Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdarstjóri Keilis, var heiðraður á fundinum.
Fékk hann gullmerki SÍGÍ og um leið gerður að heiðursfélaga samtakanna. Ólafur er einn af stofnendum SÍGÍ. Var hann formaður SÍGÍ 2008-2011 en hann var einnig fyrsti Íslendingurinn til að sinna stjórnarmennsku í 4 ár og formennsku í samtökum golfvallarstarfsmanna Evrópu (FEGGA) í 4 ár.
Ólafur fékk einnig gullmerki GSÍ fyrir áralanga vinnu í þágu golfs á Íslandi. Hulda Bjarnadóttir, formaður GSÍ veitti Ólafi gullmerkið,
Þá afhenti Bjarni Þór Hannesson, fyrir hönd mannvirkjanefndar KSÍ, Ólafi Þór silfurmerki KSÍ og benti Bjarni þór á í ávarpi sínu hversu mikið íslenskir knattspyrnuvellir hafi verið betri eftir því sem Samtökum íþrótta- og golfvallarstarfsmanna á Íslandi óx fiskur um hrygg.