fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFimm hafnfirskir Íslandsmeistaratitlar í bogfimi ungmenna

Fimm hafnfirskir Íslandsmeistaratitlar í bogfimi ungmenna

Félagar úr hafnfirska Bogfimifélaginu Hróa Hetti sýndu flotta frammistöðu á Íslandsmótum ungmenna um helgina og fengu fimm Íslandsmeistaratitla, 4 silfur og 2 brons ásamt því að slá tvö Íslandsmet félagsliða.

Eowyn Marie Mamalias

Eowyn Marie Mamalias stóð upp úr með 3 af 5 Íslandsmeistaratitlum félagins og hlutdeild í báðum Íslandsmetunum. Ekki langt á eftir var nýliðinn Ragnheiður Íris Klein sem náði tveimur Íslandsmeistaratitlum.

Eowyn vann úrslitaleikinn í trissuboga kvenna U21 á móti Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr Boganum 144-140. Freyja Dís Benediktsdóttir úr Boganum tók bronsið.

Eowyn og Þórdís mættust aftur í gull úrslitaleikinn í trissuboga U21 óháð kyni þar enduðu leikar með sigri Eowyn gegn Þórdísi 140-138. Kaewmungkorn Yuangthong úr Hróa tók bronsið.

Í félagsliðakeppni mætti Eowyn ásamt liðsfélaga sínum í Hróa Hetti Kaewmungkorn Yuangthong liði Bogans. Þar vann Hrói Höttur öruggann sigur 150-146. En Eowyn og Kaewmungkorn settu Íslandsmetin í trissuboga U21 félagsliða í bæði undankeppni með skorið 1129 og útsláttarkeppni trissuboga U21 með skorið 150.

Nýliði tvöfaldur Íslandsmeistari

Ragnheiður Íris Klein vann úrslitaleikinn í berboga kvenna U16 á móti Ásborgu Styrmisdóttur úr Aftureldingu 6-2. Ragnheiður tryggði sér sigurinn með glæsilegri sloka lotu þar sem hún skoraði fullkomið skor 10-10-10. Heba Kruger Hallsdóttir úr Boganum tók bronsið.

Á Íslandsmótum í bogfimi er einnig keppt um Íslandsmeistaratitil óháð kyni. M.a. svo þeir sem eru kynsegin geti einnig tekið þátt.

Ragnheiður sigraði þar í úrslitaleiknum, 6-2 gegn Ásborgu Styrmisdóttur úr Aftureldingu og hampaði því Íslandsmeistaratitlinum óháð kyni U16. Svanur Gilsfjörð Bjarkason úr Aftureldingu tók bronsið.

Verðlaunahafar úr Hróa Hetti

  • Eowyn Marie Mamalias
    • Íslandsmeistari trissuboga U21 kvenna
    • Íslandsmeistari trissuboga U21 (óháð kyni)
  • Ragnheiður Íris Klein
    • Íslandsmeistari berbogi U16 kvenna
    • Íslandsmeistari berbogi U16 (óháð kyni)
  • Bríana Birta Ásmundsdóttir
    • Silfur trissuboga U18 kvenna
    • Silfur trissuboga U18 (óháð kyni)
  • Kaewmungkorn Yuangthong
    • Silfur trissubogi U21 karla
    • Brons trissubogi U21 (óháð kyni)
  • Dagur Logi Rist Björgvinsson
    • Silfur sveigbogi U16 karla
  • Jóhannes Karl Klein
    • Brons trissubogi U21 karla

Verðlaunahafar í keppni félagsliða

  • Íslandsmeistari trissuboga U21 félagsliða
    • Kaewmungkorn Yuangthong
    • Eowyn Marie Mamalias
  • Brons trissubogi U21 félagsliða
    • Theodór Karl Hrafns
    • Jóhannes Karl Klein

Íslandsmet

Kaewmungkorn Yuangthong
  • Íslandsmet trissuboga U21 félagsliða undankeppni 1129 stig
    • Kaewmungkorn Yuangthong
    • Eowyn Marie Mamalias
  • Íslandsmet trissuboga U21 félagsliða útsláttarkeppni 150 stig
    • Kaewmungkorn Yuangthong
    • Eowyn Marie Mamalias

Ljósmyndir: Archery.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2