fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAuðunn Sölvi sigraði í Stóru upplestrarkeppninni

Auðunn Sölvi sigraði í Stóru upplestrarkeppninni

Átján nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var í Víðistaðaskóla 19. mars sl.

Fluttu nemendurnir brot úr skáldverkinu Hetju eftir Björk Jakobsdóttur í 1. umferð og ljóð úr bókinni 2. umferð eftir Braga Valdimar Skúlason í 2. umferð og ljóð að eigin vali í 3. umferð.

Greinilegt var að keppendur komu vel undirbúnir til leiks og lestur þeirra og framkoma var til fyrirmyndar sem gerði störf dómnefndar eflaust erfið en í dómnefnd voru: Björk Einisdóttir formaður, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Árni Sverrir Bjarnason og Vilhjálmur B. Bragason.

Auðunn Sölvi, Axel Høj og Gerður Lind í efstu sætunum

En að lokum komst dómnefndin að niðurstöðu og það var Auðunn Sölvi Hugason úr Setbergsskóla sem stóð uppi sem sigurvegari.

Í öðru sæti varð Axel Høj Madsson úr Áslandsskóla og í þriðja sæti varð Gerður Lind Pálmadóttir úr Lækjarskóla

F.v.: Auðunn Sölvi Hugason, Setbergsskóla, ásamt Maríu Pálmadóttur skóla­stjóra, Axel Høj Madsson, Áslandsskóla, ásamt Hálfdáni Þorsteinssyni aðstoðar­skólastjóra og Gerður Lind Pálmadóttir úr Lækjarskóla, ásamt fulltrúa skólans.

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti öllum keppendum bókaverðlaun en kynnir keppninnar var sem fyrr Ingibjörg Einarsdóttir.

Birta sigraði í smásagnakeppninni

Á meðan dómnefndin starfaði var kynnt úrslit í smásagnakeppni grunnskólanna en það er einnig árviss atburður og hafa Fjarðarfréttir birt verðlaunasöguna í jólablaði sínu.

F.v.: Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir í 9. bekk Áslandsskóla, Birta Jóhannsdóttir úr Öldutúnsskóla (sigurvegari) og Sunna Björk Magnúsdóttir úr Víðistaðaskóla ásamt fulltrúum skóla sinna.

Sigurvegari í ár var Birta Jóhannsdóttir úr 8. bekk í Öldutúnsskóla með sögu sína „Óþolandi óþol“.

Í öðru sæti varð Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir í 9. bekk í Áslandsskóla með sögu sína „Ýsurnar í Hafnarfirði“, og í þriðja sæti varð Sunna Björk Magnúsdóttir í 9. bekk í Víðistaðaskóla með sögu sína „Bekkjarkvöld“.

Keppendur í ár voru:

  • Aðalheiður V. Ragnarsdóttir, Engidalsskóla
  • Andrea Laxdal, Hvaleyrarskóla
  • Arnar Logason, Skarðshlíðarskóla
  • Auðunn Sölvi Hugason, Setbergsskóla
  • Axel Høj Madsson, Áslandsskóla
  • Elma Kolbrún Bjarnadóttir, Víðistaðaskóla
  • Eva Björk Sturludóttir, Víðistaðaskóla
  • Gerður Lind Pálmadóttir, Lækjarskóla
  • Guðrún Telma Steindórsdóttir, Hraunvallaskóla
  • Hulda Þorradóttir, Lækjarskóla
  • Klara Lýðsdóttir, Öldutúnsskóla
  • Kolbrún Hilmarsdóttir, Áslandsskóla
  • Lena Guðrún Birkisdóttir, Hvaleyrarskóla
  • Nökkvi Leó Kristjánsson, Skarðshlíðarskóla
  • Stormur Björnsson, Öldutúnsskóla
  • Viðja Elísabet Magnúsdóttir, Engidalsskóla
  • Þórey Eva Þórisdóttir, Hraunvallaskóla
Hildur Andrésdóttir sigraði í samkeppni um mynd á boðskort keppninnar.

Greinin var birt í 4. tbl. Fjarðarfrétta, 11. apríl 2024

Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!

Hægt er að sækja app í þinn síma  í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2