fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífElín fagnaði 20 ára starfsafmæli

Elín fagnaði 20 ára starfsafmæli

Elín Sigurðardóttir, f.v. Ólympíufari í sundi hefur rekið líkamsræktarstöð sl. 20 ár. Í febrúar 2004 opnaði hún stöð í Molduhrauninu, í Kays húsinu sem margir muna eftir og kenndi þar Robe yoga sem þá var nýtt á nálinni. Ári síðar flutti hún í Sporthúsið í Kópavogi en keypti síðan húsnæði að Bæjarhrauni 2 þar sem hún opnaði haustið 2007.

Elín fagnaði tímamótunum með fullu húsi núverandi og fyrrum iðkenda en Elín segir enn vera með þó nokkra sem hófu iðkun hjá henni 2004 og mjög marga sem hafa stundað æfingar hjá henni í mörg ár.

Hún bætti svo við TRX æfingum þar sem einnig eru notuð bönd en nokkuð kraftmeiri æfingar sem hafa notið mikilla vinsælda eins og Robe yoga. Segir hún þessar æfingaraðferðir vera mjög vinsælar sérstaklega hjá hlaupurum, gönguskíðafólki og golfurum en fólk á breiðum aldri stundar æfingarnar.

Stöðin hennar heitir einfaldlega Elin.is og það var önnur upplifun fyrir þátttakendurna að mæta þangað í glæsilega veislu.

Greinin var fyrst birt í 4. tbl. Fjarðarfrétta, 11. apríl 2024

Frítt Fjarðarfrétta-app í símann þinn!

Hægt er að sækja app í þinn síma  í Play Store í Android símum og í Apps store í iOS símum. Frítt er að sækja appið og lesa Fjarðarfréttir!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2