fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirÚrslit og myndir frá Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar

Úrslit og myndir frá Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar

Víðavangshlaup Hafnarfjarðar, sem haldið er af Frjálsíþróttadeild FH í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ, var fyrst á dagskrá sumardagsins fyrsta.

Þátttaka var mjög góð og greinilegt að góða veðrið dró fleira fólk í miðbæinn en oft áður á sumardeginum fyrsta.

Hlaupið er fyrir krakka að 14 ára aldri og hlaupið er í miðbænum. Þau yngstu hlupu eftir Strandgötunni en þau elstu hlupu hring um Austurgötu og Strand­götu.

Foreldrarnir voru sérstaklega áhugasamir og hlupu jafnvel með. Keppnin var mis hörð enda flest að hlaupa sér til ánægju. Það var sérstaklega gaman að sjá stoltan langafa, frægan spretthlaupara úr FH fylgjast með barnabarni sínu sem sigraði í elsta strákaflokknum en hann er sonur einnar bestu hlaupakonu okkar.

Stelpur yngri en 6 ára:

  1. Steinunn Hauksdóttir
  2. Stella Skúladóttir
  3. Fríða Ásgeirsdóttir

Strákar yngri en 6 ára:

  1. Hallgrímur Tómas Ragnarsson
  2. Sæmundur Einarsson
  3. Sindri Leó Finnsson
Hilmir Berg Kristófersson og Margrét Hekla Guðnadóttir sigruðu í flokki 7-8 ára.

7-8 ára stelpur:

  1. Margrét Hekla Guðnadóttir
  2. Sunna Borg Kristófersdóttir
  3. Katla Margrét Björgvinsdóttir

7-8 ára strákar:

  1. Hilmir Berg Kristófersson
  2. Stefán Alexöndruson
  3. Adrian Leví Björnsson
Ari Hrafn Strange og Svandís Karla Elmarsdóttir sigruðu í flokki 9-10 ára

9-10 ára stelpur:

  1. Svandís Karla Elmarsdóttir
  2. Sigin Mjöll Björnsdóttir
  3. Karólína Víðisdóttir

9-10 ára strákar:

  1. Ari Hrafn Strange
  2. Sólberg Elí Jónsson
  3. Baldur Darri Arason
Alexander Óli Magnússon og Auður Jónsdóttir sigruðu í flokki 11-12 ára

11-12 ára stelpur:

  1. Auður Jónsdóttir
  2. Aldís Von Arnarsdóttir
  3. Lilja Björt Tómasdóttir

11-12 ára strákar:

  1. Alexander Óli Magnússon
  2. Þorsteinn Þór Arnarsson
  3. (Fór áður en nafn náðist)
Sævar Dan Vignisson og Bryndís María Jónsdóttir sigruðu í flokki 13-14 ára

13-14 ára stelpur:

  1. Bryndís María Jónsdóttir
  2. Stefanía Vala Rósardóttir
  3. Anna Metta Óskarsdóttir

13-14 ára strákar:

  1. Sævar Dan Vignisson
  2. Hreiðar Leó Vilhjálmsson
  3. Þorri Hrafnsson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2