fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkógarásinn klofinn frá - íbúar með skiptar skoðanir

Skógarásinn klofinn frá – íbúar með skiptar skoðanir

Hafnarfjarðarbær hefur lokað á milli Brekkuáss og Skógaráss en ávallt var vitað að Skógarásinn myndi tilheyra Áslandi 4 þegar hverfið yrði byggt upp.

Að sögn Sigurðar Haraldssonar, sviðsstjóra hjá Hafnarfjarðarbæ, er ástæða lokunarinnar nú mikill akstur stórra flutningabíla um Skógarásinn og Brekkuásinn, umferð sem ætti að fara um nýja hverfið og Ásvallabrautina (ómerktu götuna á milli Hvaleyrarvatnsvegar og Skarðshlíðar),

Eðlilegra að loka tímabundið sunnan við núverandi byggð?

Íbúar við Skógarásinn eru hins vegar margir hverjir mjög ósáttir við tímasetninguna og einn viðmælandi Fjarðarfrétta taldi að ef umferð stórra bíla væri vandamálið þá hefði verið eðlilegra að loka sunnan við Skógarásinn, þar sem Vörðuásinn byrjar. Þá núverandi íbúar Skógaráss ekki að aka um framkvæmdasvæðið í Áslandi 4.

Skógarásinn nær og Brekkuásinn fjær

Enginn snúningshaus

Ekki hefur verið gert ráð fyrir að ökumenn geti snúið bílum sínum við enda Skógaráss eða Brekkuáss og virðist sem ákvörðunin sé tekin skyndilega, áður en útbúnir væru snúningshausar eins og eðlilegt er í enda svona botnlanga.

Sumir íbúar hefðu viljað sjá lokunina hér við enda húsaraðarinnar

Vörðuás og Skógarás sama gatan

Eitt er það sem fólki finnst undarlegt er að Vörðuás og Skógarás er nú í raun sama gatan.

Þó vitað hafi verið í upphafi að Skógarás yrði hluti af Áslandi 4, þá hófst númerun syðst í götunni og endaði við þar sem lokunin er við Brekkuás, og því erfitt að lengja götuna. Í raun var þá aðeins einn möguleiki ef gatan ætti að hafa eitt nafn, að breyta númerum á núverandi húsum við Skógarás og öll gatan frá Mógrafarás héti Skógarás eða Vörðuás sem líka væri möguleiki.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2