fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirHaukar í úrslit úrvalsdeildar kvenna

Haukar í úrslit úrvalsdeildar kvenna

Kvennalið Hauka sigraði lið Fram í þriðja leiknum í röð í undanúrslitum úrslitakeppni í handknattleik þann 1. maí sl.

Leikinn unnu Haukar 27-23 og alla leikina örugglega.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst Hauka með 10 mörk og þær Inga Dís Jóhannsdóttir og Sara Katrín Gunnarsdóttir skoruðu 4 mörk hvor. Margrét Einarsdóttir varði 11 skot í marki Hauka.

Mæta Val í úrslitum

Haukar mæta Val í úrslitum úrvalsdeildarinnar en Valur sló lið ÍBV út í undanúrslitum.

Verður fyrsti leikurinn á Hlíðarenda fimmtudaginn 9. maí og hefst leikurinn kl. 17.

Haukar eiga svo heimaleik sunnudaginn 12. maí kl. 18 og þriðji leikurinn verður á Hlíðarenda fimmtudaginn 16. maí kl. 19.40.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2