fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarIngeborg keppir í kúluvarpi á heimsmeistaramótinu

Ingeborg keppir í kúluvarpi á heimsmeistaramótinu

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum fer fram í Kobe, Japan dagana 17.-25. maí nk.

Er þetta síðasta stórmótið fyrir Paralympics sem verður haldið í París í ágúst.

Ísland er með tvo keppendur á mótinu en þeir eru Hafnfirðingurinn Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Akureyringurinm Stefanía Daney Guðmundsdóttir.

Ingeborg Eide mun keppa í kúluvarpi en Íslandsmet hennar er 9,83 m sem hún setti í mars sl. á Ítalíu, en það setti hana í  5. sæti á heimslistanum.

Stefanía Daney mun keppa í langstökki en Íslandsmet hennar er 5,18 m sem hún setti í byrjun árs.

Ingeborg Eide setti Íslandsmet sitt á Jesolo 2024 Grand Prix – Italian Open Championships 26. mars sl. Bætti hún Íslandsmetið sitt í kúluvarpi í flokki F37 sem hún setti í vor á meistaramóti Íslands í frjálsum innanhúss er hún kastaði 9,73 m.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2