fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttir103 nústúdentar útskrifuðust frá Flensborgarskólanum

103 nústúdentar útskrifuðust frá Flensborgarskólanum

Veigar Hrafn Sigþórsson með hæstu einkunn

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í gær, laugardag, 103 nemendur.

Þau útskrifuðust af fjórum brautum skólans; 9 af félagsvísindabraut, 16 af raunvísindabraut, 19 af viðskipta- og hagfræðibraut og 59 af opinni braut. Um helmingur þeirra lauk einnig námi af einu af sviðum skólans, þ.e. af félagslífssviði, listasviði, tæknisviði eða íþróttaafrekssviði skólans.

Veigar Hrafn Sigþórsson með hæstu einkunn

Hæstu einkunn hlaut Veigar Hrafn Sigþórsson með 9,55.

Hann hlaut Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. Veigar Hrafn hlaut einnig styrk frá Rio Tinto fyrir góðan árangur í raungreinum, verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í ensku, þýsku og íþróttaafreksgreinum en Veigar Hrafn er afreksmaður í sundi. Þá hlaut hann viðurkenningu frá Efnafræðifélagi Íslands sem veitt eru nemendum sem sýna afburða árangur í efnafræði og viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.

Birgitta Ingólfsdóttir varð semidúx Flensborgarskólans með einkunnina 9,43.

Birgitta Ingólfsdóttir ásamt Erlu S. Ragnarsdóttur skólameistara og Júlíu Jörgensen aðtoðarskólameistara.

Birgitta hlaut Menntaverðlaun Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og í íþrótt sinni, sundi. Hún fékk einnig verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi árangur í íþróttaafreksgreinum, íslensku, ensku og spænsku. Þá hlaut hún viðurkenningu frá stærðfræðafélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði.

Bæði Veigar Hrafn og Birgitta synda fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar.

Nýnemar verðlaunaðir

Þá voru sex nýnemar verðlaunaðir fyrir frábæran námsárangur á fyrsta námsári, þau Daði Þór Friðriksson, Adam Leó Tómasson, Adam Ernir Níelsson, Heiðar Bjarki Davíðsson, Katrín Sara Rúnarsdóttir og Jóhannes Kristbjörn Jóhannesson.

Þrír starfsmenn voru kvaddir eftir farsælan feril en það voru þær Eygló Hjaltadóttir, Guðný Árnadóttir, frönskukennari og Marion Wiechert, þýskukennari.

Eva Lind Harrýsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nýstúdenta. Eva Lind minntist áranna í Flensborg með hlýju og hrósaði metnaðarfullu skólastarfi, góðum kennurum og tækifærum til að eignast vini.

Perla Eyfjörð Arnardóttir söng við athöfnina.

Ljósmyndir: Flensborgarskólinn

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2