fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirDaníel Ingi nálægt því að komast í úrslit á sínu fyrsta stórmóti

Daníel Ingi nálægt því að komast í úrslit á sínu fyrsta stórmóti

Daníel Ingi Egilsson var grætilega nálægt því að komast í úrslit í langstökki á Evrópumótinu í frjálsíþróttum sem haldið er í Róm.

Daníel Ingi stökk 7,61 m í fyrstu umferð 7,92 m, í annarri umferð og þurfti þá að bæta sig til að komast í úrslit. Í síðustu umferðinni stökk Daníel Ingi 7,63 og var þá í  13. sæti og einu sæti frá því að komast í úrslit. Endaði hann svo í 14. sæti en 12 komust áfram í úrslitin.

Svisslendingurinn Simon Ehammer stökk lengst 8,41 m

Daníel Ingi bætti 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars

Daníel Ingi varð 20. maí Norðurlandameistari í langstökki og tví bætti 30 ára gamalt Íslandsmet Jóns Arnars Magnússonar.

Í þriðju umferð stökk Daníel 8,01 m og bætti Íslandsmetið um einn sentimetra og í fjórðu umferð bætti hann Íslandsmetið um 20 sentimetra til viðbótar, 8,21 m.

Þetta stökk tryggði hon­um keppn­is­rétt á EM sem fer núna fram í Róm.

Hafnfirðingar fyrstir yfir 7 og 8 metra

Oliver Steinn Jóhannesson úr FH var fyrstur Íslendinga til að stökkva yfir 7 metra í langstökki en það gerði hann árið 1941. Oliver Steinn var svo vel þekktur í Hafnarfirði en hann rak um langt skeið Bókabúð Olivers Steins, sem Penninn/Eymundsson síðar keypti.

Daníel Ingi Egilsson úr FH var svo fyrstur Íslendinga til að stökkva yfir 8 metra í langstökki eins og kemur fram hér að ofan.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2