Það vakti athygli að menn væru uppi í tréstaurum á stauraskóm í vesturbænum. Það eru ártugir síðar að algengt var að sjá starfsmenn Rafveitu Hafnarfjarðar klifra upp í tréstaura á stauraskóm.
Raflína sem liggur frá vesturbænum og í átt að Garðaholti var ekki lengur í notkun og búið að leggja jarðstrengi í staðinn fyrir hana. Því var ekkert annað að gera en að taka hana niður. Það voru starfsmenn hafnfirska fyrirtækisins Rafals sem sáu um að taka línuna niður fyrir HS-veitur sem eignaðist hana við kaup á Rafveitu Hafnarfjarðar.
Fóru þeir á stauraskóm upp í staurana með batterísdrifinn slípirokk og söguðu línurnar niður við hvern staur. Virtist það fremur létt verk enda línurnar eingöngu úr áli og síðan féllu þær tiltölulega hljóðlega til jarðar.