fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirStormur Sær Þrautakóngur 2016

Stormur Sær Þrautakóngur 2016

Metþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar sem haldinn var í 19. sinn í sumar

Uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar var haldin sl. fimmtudag í Tónlistarskólanum og var vel mætt. Í Ratleiknum nýta þátttakendur sumarið til að leita að 27 merkjum sem staðsett eru víða um uppland Hafnarfjarðar og jafnvel inni í miðjum bænum. Með því móti kynnast þeir fjölbreyttri náttúru og söguminjum sem eru svo margar við fótspor okkar. Markmið leiksins er einmitt að fá fólk til að kynnast upplandi bæjarins og njóta útivistar. Sem hvatning eru veitt verðlaun í þremur flokkum, Léttfeta, Göngugarpi og Þrautakóngi en það verða þeir sem finna 9, 18 eða 27 merki.

Fjölmennt var á uppskeruhátíðinni.
Fjölmennt var á uppskeruhátíðinni.

90 manns fundu öll 27 merkin

Metþátttaka var í leiknum í ár og nærri því 30% fjölgun þátttakenda frá því í fyrra sem einnig var metár. 192 skiluðu inn lausnum, 90 höfðu fundið öll 27 merkin, 50 höfðu fundið a.m.k. 18 merki og 52 höfðu fundið a.m.k. 9 merki. Er þetta glæsilegt í ljósi þess að sum merkjanna eru langt úti í hrauni og sum ekki auðfundin. Fjölmargir skiluðu ekki inn lausnum en engin skylda er að skila inn lausnum. Hins vegar er fólk hvatt til þess. Áætla má að ratleiksstaðir hafi verið heimsóttir á sjötta þúsund sinnum!

Heppnir

Alls voru 14 þeirra sem komu á uppskeruhátíðina dregnir út og fengu þeir vinninga sem fyrirtæki og stofnanir í Hafnarfirði hafa gefið af rausnarskap.

Hluti af þeim fengu útdráttarvinninga.
Hluti af þeim fengu útdráttarvinninga.

Ratleikurinn

Þetta var í 19. sinn sem leikurinn var haldinn en undanfarin 9 ár hefur Hönnunarhúsið séð um útgáfu leiksins í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Í ár, sem svo oft áður, var það forn­leifa­fræðingurinn, leiðsögumaðurinn og aðstoðaryfirlögregluþjónninn Ómar Smári Ármannsson sem kom með hug­myndir að stöðum og skrifaði fróðleiksmola en enn er meðal fróðustu manna um sögu Reykjanesskagans og heldur úti síðunni www.ferlir.is sem er stútfulla af fróðleik um skagann.

Aðalstyrktaraðili leiksins var VHE ehf. en auk þess styrktu leikinn, Hafnar­fjarðarbær, Altis, Fjarðarkaup, Fura, Gámaþjónustan, Valitor, Fjarðarfréttir, Þöll, Hress, Hafnarfjarðarhöfn, Burger-inn, Músik og sport og Hafís.

Úr innsendum lausnum eru dregnir út vinningshafar og eftirfarandi eru því vinningshafar Ratleiks Hafnarfjarðar 2016:

Þrautakóngur – 27 merki

1. sæti Stormur Sær Eiríksson, Kirkjuvöllum 7
– Árskort í Hress

2. sæti Ingibjörg Sigursteinsdóttir, Hraunkambi 9
– 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ

3. sæti Karl Halldórsson, Grenibergi 9
– Göngustafir og sokkar frá Músik og sport

Göngugarpur – 18 merki

1. sæti Sigrún Baldursdóttir, Suðurhvammi 18
– 6 mánaða kort frá Hress

2. sæti Valerie Maier, Ölduslóð 43
– 15 þús. kr. gjafabréf frá Altis

3. sæti Auður Þórhallsdóttir, Blómvangi 14
– 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ

Léttfeti – 9 merki

1. sæti Kristján Þór Kristjánsson, Hörgsholti 39
– Lizard Hex úttivistarsandalar frá Fjallakofanum

2. sæti Björk Kristjánsdóttir, Smáraflöt 15, Gbæ
– 3 mánaða kort frá Hress

3. sæti Svavar Kjarrval, Hátúni 10, Rvk.
– 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ.

20. ratleikurinn árið 2017

Næsta ár verður 20. Ratleikurinn lagður og má búast við að tímamótanna verði minnst með ýmsum hætti.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2