fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirAtvinnulífDaði Hafþórsson er nýr framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar

Daði Hafþórsson er nýr framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar

Daði Hafþórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá Einingaverksmiðjunni ehf. á Koparhellu.

Tók hann við starfinu af Guðbjörgu Sæunni Friðriksdóttur sem hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá fjölskyldufyrirtækinu Set ehf. á Selfossi.

Daði, sem er Hafnfirðingur frá Siglufirði, kemur frá Orku náttúrunnar þar sem hann hefur síðustu ár verið forstöðumaður virkjanareksturs. Þar áður var hann framkvæmdastjóri framleiðslusvið Fóðurblöndunnar.

Daði er með B.Sc. gráðu í vörustjórnun frá Tækniháskólanum og Black Belt próf á vegum RTA í Lean – Six Sigma verkefnastjórnun. Hann innleiddi einmitt þá aðferðafræði þegar hann vann hjá Rio Tinto Alcan.

Maki Daða er Hanna María Bjarnadóttir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2