fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarBirta María sigraði á Smáþjóðaleikunum og var nærri Íslandsmeti

Birta María sigraði á Smáþjóðaleikunum og var nærri Íslandsmeti

Birta María Haraldsdóttir 20 ára hástökkvari úr FH sigraði á Smáþjóðaleikunum í frjálsíþróttum sem fram fór á Gíbraltar.

Stökk Birta María 1,85 m og átti síðan mjög góðar tilraunir við 1,89 m sem hefði verið Íslandsmet. Hún hefur stokkið hæst 1,87 cm úti.

Birta María Haraldsdóttir á móti erlendis 2023.

Það er því væntanlega ekki langt í að það 34 ára gamla met falli.

Embla þriðja í 1500 m hlaupi

Embla Margrét Hreimsdóttir. – Ljósmynd: FRÍ, Gunnlaugur Júlíusson.

Embla Margrét Hreimsdóttir úr FH náði þriðja sætinu  í 1500 m hlaupi er hún hljóp á 4,50.41 mínútum. Varð hún fyrst í sínum aldursflokki, U20 kvenna.

Emla, sem er 19 ára, átti best 4,40 mín. utanhúss og 4,33.79 mín. innanhúss.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2