fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanVallaannáll II

Vallaannáll II

Ómar Smári Ármannsson skrifar

Ólafur Elínarson skrifaði í Fjarðarfréttir þann 4. júlí s.l. um „Straumsvík, iðnaðarsvæðið og framtíðina“. Ólafur leiðir samskiptamál hjá Carbix. Hann fullyrðir að „tugþúsundir einstaklinga á öllum aldri heimsæki árlega niðurdælingarsvæði Carbix á Hellisheiði vegna áhuga á því hvernig Íslendingar nýta endurnýjanlega orku og hvernig þeir takast á við loftlagsvandann með aðferðum Carbfix“.

Staðreyndin er hins vegar sú að allt nefnt fólkið heimsækir ekki Hellisheiðarvirkjun til að berja niðurdælingarsvæði Carbix augum. Nákvæmleg engum óboðinna gesta þessarar annars ágætu hitaveituvirkjunarinnar er hleypt inn á niðurdælingarsvæðið.

Í Sérfræðiskýrslu ÍSOR 2022/030 fyrir umhverfismat fyrir niðurdælingu CO2 á Hellisheiði, unnið fyrir Carbfix ohf. segir m.a.:

„Áhrifasvæði áætlaðrar niðurdælingar Carbfix á CO2 uppleystu í vatni á jarðskjálftavirkni neðanjarðar, þ.e. niðurdælingar- og geymslusvæðið sjálft, kemur til með að ná yfir stærra land fræðilegt svæði undir yfirborði en áhrifasvæði framkvæmda á yfirborði. Miðast því athugunarsvæði tengt frummati á jarðskjálftahættu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við áhrifa svæðið neðanjarðar.

Ef til finnanlegrar jarðskjálftavirkni kemur vegna i) viðbótar á CO2 í núverandi niðurdælingu í djúpkerfi í Húsmúla, ii) niðurdælingar í nýjar, grynnri holur í millikerfi í Jarðhitagarði ON og iii) niðurdælingar í nýjar, grynnri holur í millikerfi á núverandi niðurrennslissvæðum, s.s. í Sleggjubeinsdal, Húsmúla, Þrengslum og við Gráuhnúka, má gera ráð fyrir að áhrifasvæðiðstefni u.þ.b. N-S til NNA-SSV, og afmarkist gróflega af Húsmúla í norðri, Skarðsmýrarfjalli og Lakahnúkum í austri, Stóra-Meitli og Lambafelli í suðri og Svínahrauni/Svínahraunsbruna í vestri. Þetta mat er byggt á fyrirliggjandi gögnum um örvaða jarðskjálftavirkni og hvernig hún hefur teygt sig í tíma og rúmi. Líklegt er að raunverulegt áhrifasvæði komi til með að verða minna að flatarmáli.

Líkur á stórum jarðskjálfta (> 3 ML) innan áhrifasvæðisins eru minni en áður, eins og áður var greint frá, sökum þess að stöðug niðurdæling í til að mynda Gráuhnúkum og Húsmúla hefur leyst mestu spennuna út jafnóðum en miðað við fyrirliggjandi þekkingu á því hvernig jarðskjálftabylgjur dvína með fjarlægð frá upptakastað sínum má gera ráð fyrir að minnsti jarð skjálfti sem næmt fólk í hvíld í Hveragerði (næsti þéttbýlisstaður) geti fundið sé af stærð 2,5 ML eða stærri (Gunnar Geir Pétursson og Kristín S. Vogfjörð, 2009).“

Þekkt er að skjálftar af mannavöldum geta verið af ýmsum toga. Á Jarðfræðivefnum segir m.a.: „Sprengingar við vega- eða jarðgangnagerð, jarðboranir og stíflun árfarvega geta allar valdið jarðskjálftum. Þessir skjálftar kallast örvaðir skjálftar. Þeir eru oftast mjög litlir og áhrif þeirra staðbundin. Niðurdæling á vatni við jarðhitavirkjanir og á olíuvinnslusvæðum geta einnig leyst úr læðingi jarðskjálfta. Það eru svokallaðir gikkskjálftar. Gikkskjálftar eru skjálftar sem verða á stöðum þar sem spennan byggist upp í berginu en utanaðkomandi þættir verða til þess að hún losnar og jarðskjálfti verður til.

Sem dæmi má nefna jarðskjálftana á Hellisheiði haustið 2011. Nokkrir skjálftar voru yfir 3,0 að stærð og fundust vel í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu.“

Ólafur fullyrðir að „aðferðin er bæði örugg og sönnuð og leiðandi í heiminum vegna þess að hún er vottuð, þrautreynd, hagkvæm og varanleg“. Staðreyndin er sú að aðferðin hefur aldrei verið talin örugg eða sönnun verið færð á hagkvæmni hennar eða varanleika. Tilgreind vottun er engin staðfesting á meintri reynslu. Hún er einungis millifærsla á fjármagni, frá einu gróðafyrirtæki til annars.

Styrkur  Evrópusambandsins til handa Coda Terminal er heldur engin ávísun á gæði verkefnisins. Í honum felst einungis von, sem gæti mögulega orðið að veruleika, ef ekki væri vegna tilrauna þess í nágrenni við eina fjölmennustu og ágætustu íbúðabyggð höfuðborgarsvæðisins.

Nefnt verkefni krefst nýrrar rándýrrar hafnaraðstöðu í Straumsvík, 2500 l/s af grunnvatni Hafnfirðinga (meira vatnsmagn en allt höfuðborgarsvæðið notar), 16,5 MW raforku miðað við full afköst og 123 l/s af heitu vatni miðað við full afköst, auk þess sem áhrif þess á grunnvatn, náttúru, dýralíf og fleira hefur enn ekki verið metið. Vafinn einn ætti að vera nógur hvati til athugasemda.

Íbúar Vallahverfanna, sem og allir íbúar Hafnarfjarðar og nágrannar þeirra ættu að vera verulega áhyggjufullir, þótt ekki væri nema vegna óvissunnar, sem verið er að bjóða þeim upp á. Reynslan af tilraunaverkefnum Carbix á Hellisheiði vekur a.m.k. óhjákvæmilega verulegan ugg.

Sjá t.d.

Ómar Smári Ármannsson

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2