fbpx
Mánudagur, nóvember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHlupu um Hafnarfjörð eftir textanum í laginu hans Krissa

Hlupu um Hafnarfjörð eftir textanum í laginu hans Krissa

„Tíminn, hann þeysist í hring, kringum bæinn“

Krissi, Kristmundur Guðmundsson gaf nýlega út lagið „10 km“ á Spotify.

Textinn fjallar um Hafnarfjörð eins og hann man eftir honum og segir frá 10 km hlaupaleið.

Hlaupið hefst við gjótuna við Skjólvang og þaðan út á Herjólfsbraut, sem hann kallar reyndar í laginu Herjólfsveg, þar sem hann minnist bragga, en svo liggur leiðin eftir Herjólfsgötunni, fram hjá Sundhöllinni þar sem hann lærði að synda bringusund. Þaðan lá leiðin framhjá djúpsteikingarlykt við Pylsubarinn þar sem hann stóðst freistinguna að fá sér beikonborgara. Spegilsléttur fjörðurinn á hægri hönd með litlum bátum á sjónum og á vinstri hönd er grái kassinn, menntaskólinn hans. Eftir Strandgötunni þeystist hann og upp Hvammabrautina og framhjá gamla Wembley, gamla Hvaleyrarvellinum, og skoðar gamla hverfið sem hann ól. Upp Hvammabrautina, brekku barnæskunnar og framhjá kirkjugarðinum þar sem átti allt of margar minningar. Í átt að Kaldárseli þar sem hann klappaði lömbum en þaðan lá leiðin til baka í gegnum Setbergið. Þungur hélt hann áfram Álfaskeiðið þar sem dúfur voru á bak við bílskúrana. Másandi og eldrauður í framan hélt hann Flatahraunið þar sem gamla slökkvistöðin var og enskur bar. Áfram Reykjavíkurveg og Hjallabraut á versta tíma ársins en bráðum kominn heim.

„Tíminn, hann þeysist í hring, kringum bæinn“

Hlaupahópur FH fékk Krissa í lið með sér 13. ágúst sl. og lék hann lagið sitt, 10 km., fyrir hópinn í gjótunni á horni Hjallabrautar og Skjólvangs, sem var upptaktur að æfingu dagsins, hlaup um Hafnarfjörð skv. textanum í laginu.

Krissi, Kristmundur Guðmundsson, spilar í gjótunni við Skjólvang.

Var hlaupið með textabrot í huganum og ekki síst úr viðlaginiu,

„Tíminn, hann þeysist í hring, kringum bæinn
tíminn hann þeysist í hring, kringum bæinn minn
tíminn hann þeysist í hring, kringum bæinn“.

Kristmundur er sonur Guðmundar Sveinsson heitins, sem var kennari í Öldutúnsskóla og þekktur fyrir að vera einn af hljómsveitarmeðlimum í þjóðlagasveitinni Randveri. Til gaman má geta að Guðmundur Sveinsson var einn af upphafsmönnum Fjarðarfrétta árið 1969. Móðir Kristmundar er Guðlaug Kristmundsdóttir.

Bróðir Krissa, Sveinn Guðmundsson er einnig tónlistarmaður, en hann hefur m.a. staðið fyrir Melodica Festival Hafnarfjörður.

Hlustaðu á lagið hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2