Hafnfirðingurinn Þórður Bjarni Guðjónsson, sendifulltrúi fluttist þann 1. ágúst sl., frá utanríkisráðuneytinu til starfa sem aðalræðismaður Íslands í Nuuk.
Hann tekur við af Geir Oddssyni, aðalræðismanni sem fluttist til starfa í ráðuneytið.
Þórður Bjarni hefur m.a. verið aðalræðismaður í Færeyjum og í Kanada en hefur starfað í utanríkisráðuneytinu síðan 2019. Er hann með aðsetur í Nuuk.
Þórður Bjarni heimsótti nýlega NAPA, stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar í Grænlandi. Í frétt á vef stofnunarinnar segir að þar á bæ hlakki fólk til áframhaldandi góðs samstarfs við ræðismannsskrifstofu Íslands og til að halda Vestnorræna daginn þann 23. september þar sem samstarf á milli vestnorrænu landanna verður fagnað.