Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát stúlku á grunnskólaaldri.
Að sögn lögreglu var tilkynnt um málið um kvöldmatarleytið í gær og í kjölfarið var einn handtekinn í tengslum við það. Rannsókn málsins er á frumstigi og lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.
Margir Hafnfirðingar urðu varir við mikið sírenuvæl um kvöldmatarleytið í gær en mikið lið viðbragðsaðili héldu í gegnum Hafnarfjörð og áleiðis eftir Krýsuvíkurveginum að afleggjara við Hraunhól, skammt norðan Djúpavatnsleiðar og skammt frá námunum í Vatnsskarði í landi Grindavíkur rétt sunnan landamerkin við Hafnarfjörð.
Ríkisútvarpið segir að maðurinn sem handtekinn hafi verið hafi sjálfur hringt á lögreglu en lögregla hefur ekki staðfest það. Í frétt RÚV er sagt að maðurinn hafi verið handtekinn á Krýsuvíkursvæðinu en það er ekki rétt ef maðurinn hefur verið handtekinn þar sem lögregluaðgerðirnar voru.