fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirHúsgagnaverslunin Bústoð opnaði við bæjardyrnar

Húsgagnaverslunin Bústoð opnaði við bæjardyrnar

Húsgagnaverslunin Bústoð opnaði í síðustu viku, nýja húsgagna- og gjafavöruverslun að Miðhrauni 24 í Garðabæ, í sama húsi og Bónus opnaði fyrr á árinu, en verslunin snýr að Reykjanesbrautinni.

Eigendur og rekstraraðilar eru Björgvin Árnason og Birgitta Ósk Helgadóttir.

Björg Fenger, Björgvin Árnason, Birgitta Ósk Helga og Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar

Bústoð er rótgróin húsgagnaverslun, sem hefur verið starfrækt frá árinu 1975 og alla tíð verið staðsett í Reykjanesbæ. Að sögn eigenda hefur hún notið mikilla vinsælda í gegnum árin meðal höfuðborgarbúa, sem hafa gert sér ferð suður með sjó til að versla falleg og vönduð húsgögn á góðu verði.

Það hefur því verið á teikniborðinu lengi að opna á höfuðborgarsvæðinu og hafa eigendur nú látið verða af því.

Verslunin í Miðhrauni er falleg, opin, björt og notaleg. Þar verður boðið upp á allar vinsælustu vörur félagsins ásamt töluvert af nýjungum. Verslunin er með um 500 m² sýningarsal með stærstu stólahillu landsins að sögn eigenda.

Birgitta Ósk Helga og Camilla Rut við opnunina.

Ljósmyndir: Elsa Katrín Ólafsdóttir

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2