fbpx
Miðvikudagur, nóvember 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttirBæjarfulltrúar mótmæla yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar

Bæjarfulltrúar mótmæla yfirlýsingu Hafnarfjarðarbæjar

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar gera alvarlegar athugasemdir við „fréttaflutning“ á vef Hafnarfjarðarbæjar vegna atkvæðagreiðslu Hlífar um vinnustöðvun starfsmanna hjá Hafnarfjarðarbæ.

Í yfirlýsingunni sem bæjarfulltrúar Samfylkingarinn hafa sent frá sér segir: „Á vef Hafnarfjarðar er að finna yfirlýsingu um kjaraviðræður bæjarins við Verkalýðsfélagið Hlíf, sem birtist föstudaginn 8. nóvember sl. en viðræðurnar snúa að starfsfólki á leikskólum bæjarins. Hér er um gildishlaðna yfirlýsingu að ræða með einhliða túlkunum á gildandi kjarasamningi og efnisatriðum viðræðna, sem er afar óheppilegt og í raun smekklaust innlegg í yfirstandandi kjaraviðræður. Rétt er að taka það fram að þessi mál hafa ekki fengið neina umræðu eða kynningu meðal kjörinna fulltrúa, hvorki í bæjarstjórn né bæjarráði og það er kjörinna fulltrúa að lýsa sjónarmiðum bæjarins en embættismanna að greina frá ákvörðunum lýðræðislega kjörinna fulltrúa. Þessi vinnubrögð eru eingöngu til þess fallin að hleypa illu blóði í yfirstandandi viðræður deiluaðila.“

Krefjast þess að yfirlýsingin verði fjarlægð

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa krafist þess að yfirlýsingin verði tekin af vef bæjarins þegar í stað. Segja þeir að forsvarsmenn bæjarfélagsins hafa í engu svarað þeirri kröfu.

Þá segir í tilkynningunni að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafi farið fram á skriflegar upplýsingar um stöðu kjaradeilunnar, efnisatriði hennar sem og að málið verði á dagskrá bæjarráðs í vikunni.

„Hafnarfjarðarbær“ segir atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun vekja undrun

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2