fbpx
Miðvikudagur, nóvember 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttirErlendir ríkisborgarar eru 15,3% af bæjarbúum

Erlendir ríkisborgarar eru 15,3% af bæjarbúum

Hefur fjölgað um 148% á tíu árum

Hafnfirðingum hefur fjölgað á einu ári um 3,3% og eru nú 31.330.

Af þeim eru 4.810 með erlendan ríkisborgararétt og hefur þeim fjölgað um 14,3% frá sama tíma í fyrra. Eru þeir því 15,3% af bæjarbúum og á höfuðborgarsvæðinu er hlutfallið aðeins hærra í Reykjavík þar sem það er 20,8%.

Hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað mest í Garðabæ, þar sem þeir eru þó hlutfallslega fæstir eða 7,8% Garðbæinga. Þar hefur þeim fjölgað um 27% á meðan íbúum í heild hefur fjölgað um 5,6% sem er líka mesta fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúafjölgun frá þriðja ársfjórðungi 2023 til þriðja ársfjórðungs 2024. Allar tölur eru námundaðar í næsta tug – Heimild: Hagstofan.

148% fjölgun á tíu árum

Þegar skoðað er 10 ára tímabil þá kemur í ljós að íslenskum ríkisborgurum, búsettum í Hafnarfirði hefur aðeins fjölgað um 4,8% á sama tíma og erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað um 148%. Fjölgun allra Hafnfirðinga á sama tímabili er 15%.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2