fbpx
Miðvikudagur, nóvember 27, 2024
target="_blank"
HeimFréttirUmræður um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar eftir 7 ára þögn

Umræður um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar eftir 7 ára þögn

Eftir 7 ára þögn um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar í fundargerðum bæjarins var málið tekið upp í umhverfis- og framkvæmdaráði í dag.

Telur ráðið brýnt að hlutverk Bílastæðasjóðs Hafnarfjarðar verði skilgreint með afgerandi hætti og samþykkti að umhverfis-  og skipulagssvið leggi fram drög að nýrri samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar eigi síðar en í febrúar þar sem verður greint frá reglum, tilgangi og framkvæmd sjóðsins.

Segir í fundargerð að horfa megi til Kópavogsbæjar sem samþykkti sambærilegt árið 2018 en þar segir m.a. „Hlutverk Bílastæðasjóðs er að auka þjónustu við íbúa til að komast leiðar sinnar á sem öruggastan og besta máta, sama hver ferðamátinn er hverju sinni.“

Ekkert má finna í fundargerðum aðdraganda að þessu máli en ljóst að ekkert hefur verið gert í langan tíma til að koma góðri reglu á lagningu bíla í miðbænum og jafnvel víðar í bænum og ekkert hefur verið gert þó ökumenn fylgi ekki reglum. Hefur

Reglur um bílastæðasjóð voru samþykktar 2017

Bæjarstjórn samþykkti framlagðar reglur um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar á fundi sínum 15. febrúar 2017.

Var tillagan samþykkt með 9 atkvæðum gegn 1 á móti og 1 sat hjá.

Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir (S) gerði grein fyrir atkvæði sínu og sat hjá en greinargerðin var ekki færð til bókar.

Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir (V) lét bóka og furðaði sig á því að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skuli samþykkja samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar, þar sem í samþykktinni m.a. ákvæði um klukkustæði og stöðumælastæði og heimildir til gjaldtöku vegna bílastæða í Hafnarfirði, án þess að tekin hafi verið um það sérstök ákvörðun og hvað þá tekin vitsmunaleg og fagleg umræða með aðkomu almennings um hvort eigi að hefja gjaldtöku bílastæða í Hafnarfirði eða ekki.

Samþykktar reglur um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar má sjá hér.

Elsta fundargerðin þar sem minnst er á bílastæðasjóð er frá 3. mars 2016 þar sem segir í umfjöllun um skipulagsbreytingar Miðbær-Hraun vestur: „Skipulags- og byggingarráð vísar jafnframt til þeirrar vinnu sem í gangi er við gerð reglna um bílastæði og bílastæðasjóð í Hafnarfirði.“

Samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar frá 2017 hefur lítil áhrif haft

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2