fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimÁ döfinniÍris Björk Gunnarsdóttir syngur jólaaríur á hádegistónleikum

Íris Björk Gunnarsdóttir syngur jólaaríur á hádegistónleikum

Þriðjudaginn 3. desember kl. 12 tekur Antonía Hevesi, listrænn stjórnandi hádegsitónleika Hafnarborgar á móti Írisi Björk Gunnarsdóttur, sópran.

Þá mun þær Íris Björk og Antonía bjóða upp á efnisskrá undir yfirskriftinni „Jólaaríur“, þar sem þær munu flytja tónsmíðar eftir Gounod, Puccini, Verdi og Catalani.

Íris Björk Gunnarsdóttir, sópran, útskrifaðist með bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands og nam í framhaldinu eitt ár við Óperuháskólann í Stokkhólmi og útskrifaðist svo með meistaragráðu frá Óperuháskólanum í Osló sumarið 2023. Leikárið 2023-2024 var hún ráðin við Den Norske Opera & Ballett og fór með hlutverk Anninu í La traviata, Díönu í Orfeus í Undirheimum, Kate Pinkerton í Madama Butterfly og Sœur Mathilde í Dialogues des Carmélites. Haustið 2024 söng hún hlutverk Sylvu í Die Csárdásfürstin eftir Kálmán í Bodø og Tromsø, auk þess sem hún var í söngvarahóp Óperudaga í Reykjavík. Vorið 2025 mun hún svo fara með aðalhlutverkið í heimsfrumsýningu nýrrar óperu Stians Westerhus, Fønix, í leikstjórn Lisa Lie hjá Den Norske Opera.

Íris Björk hefur hlotið fjölda styrkja á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi. Þar ber helst að nefna styrk Halldórs Hansen fyrir framúrskarandi námsárangur við Listaháskóla Íslands, styrk Tom Wilhelmsen í Noregi og styrk Ruud-Wallenberg í Svíþjóð. Íris Björk bar sigur úr býtum í söngkeppninni Vox Domini í janúar 2018 og hlaut titilinn „Rödd ársins“. Þá var hún meðal sigurvegara Ungra einleikara vorið 2021 og kom einnig fram á samnefndum tónleikum ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Íris Björk er búsett í Osló.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, sem hafa verið fastur liður í dagskrá safnsins síðan 2003. Þar hefur Antonía fengið til liðs með sér marga af fremstu söngvurum landsins en markmiðið með tónleikunum að veita gestum tækifæri til að njóta lifandi tónlistarflutnings í góðu tómi. Þá fara hádegistónleikarnir að jafnaði fram fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2