fbpx
Laugardagur, desember 28, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÍþróttafólk í hafnfirskum liðum heiðrað á íþróttahátíð - MYNDASYRPA

Íþróttafólk í hafnfirskum liðum heiðrað á íþróttahátíð – MYNDASYRPA

Íþróttafólk heiðrað og afrekum ársins fagnað  

Árlega stendur Hafnarfjarðarbær fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppir með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar.

Hátíðin í ár fór fram í íþróttahúsinu að Strandgötu í dag.

Hátt í 400 einstaklingar hafa á árinu unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku liði. Þeim er sérstaklega óskað til hamingju með árangurinn.

Á hátíðinni var 10,4 milljónum úthlutað úr sjóði sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og Hafnarfjarðarbær standa að og ætlað er að efla íþróttastarf fyrir yngri en 18 ára.

Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er afrekslið Hafnarfjarðar 2024, Elín Klara Þorkelsdóttir frá Haukum er íþróttakona Hafnarfjarðar 2024 og Daníel Ingi Egilsson frá FH er íþróttakarl Hafnarfjarðar 2024.

Anton Sveinn Mckee heiðraður

Anton Sveinn McKee

Á árinu tilkynnti Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar og landsliðsmaður fyrir íslenska landsliðið í sundi, ákvörðun sína um að leggja keppnisskýluna á hilluna eftir farsælan feril sem einn af bestu íslensku sundmönnum landsins fyrr og síðar.

Á viðurkenningarhátíðinni var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og árangur.

Anton Sveinn hóf feril sinn hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar, sjö ára gamall. Um tólf ára aldurinn fór hann að uppskera og upphófst langur ferill sem skilað hefur mörgum Íslandsmeistaratitlum í 200 til 1500m skriðsundi, 400m fjórsundi og 50-200m bringusundi. Í dag á hann 13 Íslandsmet og 8 Íslandsmet unglinga. Hann tók þátt í átta Evrópumeistaramótum og átta Heimsmeistaramótum með góðum árangri og vann sér inn keppnisrétt á fjórum Ólympíuleikum.

„Með sérstakri viðurkenningu á hátíðinni vill heilsubærinn Hafnarfjörður og íþrótta- og tómstundanefnd þakka Antoni Sveini sérstaklega fyrir framlag sitt sem afreksíþróttamaður, að vera fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk og einstakan árangur og feril,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2