fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025

Þakkir

Petrea A. Ómarsdóttir skrifar

Kæru hafnfirðingar og aðrir velunnarar Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar.

Okkur langar til að þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn sem þið hafið veitt okkur í gegnum árin.

Án ykkar gætum við ekki áorkað því megnuga starfi sem þið styrkið í formi greiðsluseðla, vörugjafa og kaupum á kortum í matvöruverslanir sem okkar skjólstæðingar fá til að geta haldið jól og áramót með sem eðlilegustum hætti. Svo ég tala nú ekki um allan dásamlega prjónafatnaðinn sem okkur er færður. Því miður er það enn svo að mörghundruð hafnfirðingar þurfa á aðstoð að halda á hverju ári. Ekki aðeins fyrir jólin heldur allt árið. Fyrir síðustu jól náðum við að styrkja hátt í 280 fjölskyldur og einstaklinga í desember – allt í ykkar krafti og áræðni þeim í hag.

En því miður þurfa margir aðstoð yfir allt árið ekki eingöngu í desember og höfum við nefndin vakið athygli víða að við þurfum fast húsnæði með góðu aðgengi svo að við getum eflt okkar góða starf í hag þeirra sem til okkar leita. Fjöldi fólks er reglulega í sambandi við okkur með fatnað, leikföng, matvöru og annað en við höfum hvorki geymslu né húsnæði til að efla okkar starf þó við glaðar vildum.

Við vonumst til að eitthvað muni glæðast í þeim efnum á þessu ári.

Með vinsemd og kæru þakklæti.

Petrea A. Ómarsdóttir, 
formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar

 

Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar – vefsíða

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2