fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirEndurskoðuð umhverfis- og auðlindastefna - Er vilji til víðtæks samráðs?

Endurskoðuð umhverfis- og auðlindastefna – Er vilji til víðtæks samráðs?

Þann 14. janúar var birt á vef Hafnarfjarðarbæjar frétt um „Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð“.

Þar segir að drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggi fyrir og kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og óskað eftir hugmyndum og athugasemdum.

Það vakti athygli íbúa að þeir hefðu aðeins til mánudagsins 27. janúar til að koma með hugmyndir eða athugasemdir sem skil á í gegnum samráðsvefinn Betri Hafnarfjörð.

Þá segir einnig að Hafnarfjarðarbær leggi áherslu á að ná sem víðtækustu samráði og samtali um áherslurnar og aðgerðirnar. Samt er ekki er að sjá að neinn kynningarfundur um þessa endurskoðaða stefnu hafi verið boðaður.

Drög eða endurskoðuð stefna

Þegar „drögin“ eru skoðuð kemur í ljós að hún er sett fram sem endanlegt skjal enda kemur fram að höfundar „endurskoðaðrar stefnu í desember 2024“ séu Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Helga Björg Loftsdóttir, Jón Atli Magnússon, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Íris Lind Sæmundsdóttir, Ragna Halldórsdóttir og Guðmundur Elíasson.
Þessir einstaklingar skipuðu starfshóp um endurskoðun umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðar og ef marka má fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs þá hélt hópurinn sjö fundi og á síðasta fundinum, 6. nóvember sl. var stefnt að því að skjalið færi í samráðsgáttina „Betri Hafnarfjörður“ 20. nóvember til 4. desember.

Mikilvægi skýrrar stefnu

Eflaust eru langflestir íbúar sammála um mikilvægi skýrrar stefnu í umhverfis og auðlindamálum Hafnarfjarðar. Nýleg dæmi hafa sýnt að óskýr stefna og ekki síst áhugalaus stjórnsýsla hefur valdið því að menningarminjar skemmast og jafnvel eyðileggjast. Nýjasta dæmið er í Krýsuvík þar sem minjar frá tímum brennisteinsnáms voru eyðilagðar þegar gerður var borteigur á vegum HS-Orku og var svæðið ekki minjaskráð áður en leyfi fyrir framkvæmdum var gefið.

Þá sýna umræður um Coda Terminal verkefnið að bæjarbúum er ekki ljóst hver stefna bæjarins er í umhverfismálum.

 

Ný umhverfis- og auðlinda­stefna Hafnarfjarðar

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar

Þakkir

Carbfix fíeskóið

- H1 -

Nýjustu greinar

H2