fbpx
Fimmtudagur, janúar 23, 2025
HeimFréttirHvað eru 11 bæjarfulltrúar lengi að skrifa undir fundargerð?

Hvað eru 11 bæjarfulltrúar lengi að skrifa undir fundargerð?

Undanfarið hafa fundargerðir bæjarstjórnar Hafnarfjarðar birst seint og illa.

Fundargerð bæjarstjórnar 18. desember birtist t.d. ekki fyrr en í annarri viku á nýju ári.

Þá hefur vantað fylgiskjöl sem eiga að fylgja með og t.d. vantaði í fundargerðina frá 18. desember ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra en þegar hlustað var á fundinn kom ekki fram eitt orð um innihald hans.

Þegar forseti bæjarstjórnar, sem er æðsti pólitíski fulltrúi bæjarins, var spurður í lok nóvember hvað valdi þessum töfum sagði hann:

„Það gerist af og til að birting fundargerða tefjist, en auðvitað er reynt að lágmarka það. Almennt eru fundagerðir funda birtar strax eftir fund ef þær eru undirritaðar strax. Ef ekki næst að ljúka því, sem stundum gerist, er viðbúið að tefjist að birta þær þar til allar undirritanir liggja fyrir og eflaust er svo mismunandi hvernig þetta hefur gengið milli ráða og nefnda.

Fundargerðum bæjarstjórnar er almennt lokað og þær birtar á fimmtudagsmorgnum, en í einhverjum tilvikum hafa þær opnast á ný. Þá er núna verið að taka upp rafrænar undirritanir, sem fundarmenn senda gegnum snjalltæki sín, og fylgja þarf eftir að þær hafi allar borist tímanlega fyrir birtingu fundargerða.“

Fundarmenn skrifa ekki undir fundargerð í lok fundar eins og áður, heldur skrifa undir rafrænt í síma eða tölvu en það virðist vefjast fyrir þessum kjörnu fulltrúum og því birtast fundargerðirnar seint og illa. Ekki þarf nema einn til og væri fróðlegt að vita hver tefur birtingu fundargerða bæjarstjórnar.

Hér má horfa á fund frá 15. janúar og var það hægt í spilara strax daginn eftir.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2