Póstdreifing, sem dreifir Fjarðarfréttum í hús í Hafnarfirði hefur tilkynnt að vegna veðurs verði seinkanir í dreifingu í kvöld, miðvikudag og í fyrramálið, fimmtudag.
Blöðunum verður dreift að hluta til seinni partinn á morgun en um helgina í þeim hverfum sem ekki næst að dreifa í þá.
Lesa má nýjasta blaðið hér.
Rauð viðvörun
Lögreglan hefur vakið athygli á því að á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og gildir hún frá kl. 8-13.
„FÓLK ER HVATT TIL HALDA SIG HEIMA Á MEÐAN ÓVEÐRIÐ GENGUR YFIR Á MORGUN OG VERA EKKI Á FERÐINNI AÐ NAUÐSYNJALAUSU. Á fimmtudag verður röskun á skólastarfi. Grunn- og leikskólar verða þó ekki lokaðir, en halda úti lágmarksmönnun. Í ítrustu neyð þarf að tilkynna skólastjórnendum um komu barns með tölvupósti.“