fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirFimm tilboð í körfuboltahús fyrir Hauka

Fimm tilboð í körfuboltahús fyrir Hauka

Tilboð voru opnuð í dag í byggingu körfubolta- og æfingahús við íþróttahús Hauka á Ásvöllum.

Fimm tilboð bárust og buðu SÞ verktakar ehf. lægst, 516,6 milljónir kr. Tilboðið fyrirtækisins er 94% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 549,2 milljónir kr.

Hafnarfjarðarbær samþykkti í vikunni fjárhagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir að 200 milljónir kr. fari til byggingar hússins árið 2017 en Hafnarfjarðarbær greiðir 90% af kostnaði þess.

Tilboð % af áætlun
SÞ verktakar ehf. 516.305.322 kr. 94,0%
LNS Saga ehf. 544.588.467 kr. 99,2%
Nesnúpur ehf. 560.908.396 kr. 102,1%
Ístak hf 583.708.141 kr. 106,3%
Eykt ehf. 665.550.606 kr. 121,2%
Kostnaðaráætlun
549.247.156 kr.

 

Verkið nær til byggingar íþróttasalar og fullnaðarfrágangs að utan sem innan ásamt frágangi lóðar.

Byggingu íþróttasalar skal vera lokið og hann tekinn í notkun 2. febrúar 2018 en endanlegum frágangi á lóð skal vera lokið eigi síðar en 1. júlí 2018.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2