fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirHafnarfjarðarbær sýkn  af kröfum Sólvalla vegna hjúkrunarheimilis

Hafnarfjarðarbær sýkn  af kröfum Sólvalla vegna hjúkrunarheimilis

Ekki óeðlilegt að falla frá forvelsferli þegar aðeins einn bjóðandi var eftir

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Hafnarfjarðarbæ af öllum kröfum Sólvalla, sjálfseignarstofnunar um skaðabætur vegna missis hagnaðar vegna þeirrar ákvörðunar Hafnarfjarðarbæjar að falla frá forvalsferli um hjúkrunarheimili á Völlum 7. Til vara höfðu Sólvellir gert kröfur um að verða dæmdar 12,3 milljónir kr. auk vaxta og til þrautavara að verða dæmdar 2,6 millj. kr. auk vaxta.

Öllum þessum kröfum var hafnað af dómara.

Árið 2010 var óskað eftir umsóknum sjálfseignarstofnunar eða félags með staðfesta skipulagsskrá að sjá um hönnun, byggingu og reksturs hjúkrunarheimilis á Völlum. Tveir aðilar töldust uppfylla kröfur forvalsins, Sólvellir ses og Umönnun ses. Síðar kom í ljós að verkþjónusta sem hafði unnið að gerð útboðsgagna varð að hluta í eigu verkfræðistofu sem var samstarfsaðili Umönnunar ses. og kærðu Sólvellir þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að telja Umönnun ses hæfan aðila til að taka þátt í útboðinu. Úrskurðarnefnd útboðsmála dæmdi Sólvöllum í hag og var tilboð umönnunar dæmt ógilt. Eftir sat þá aðeins eitt fyrirtæki og ljóst að tilgangslítið væri að bjóða verkið út til eins aðila.

Eftir langa bið var ákveðið  í lok október 2012 að falla frá forvalsferlinu sem áður hafði verið lagt af stað með.

Við þetta vildu forsvarsmenn Sólvalla ekki una og var málið kært. Dómari taldi hins vegar að málefnaleg rök lágu fyrir ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að hætta við forvalsferlið þar sem með því væri samkeppni ekki tryggð. Útboð fór því aldrei fram og stefnandi sendi aldrei inn tilboð í verkið. Vísaði dómari til 32. gr. laga nr. 84 frá 2007 og sagði að stefnda var heimilt en ekki skylda að til að láta fara fram útboð, taka við tilboði og gera við hann samning.

Dómari í málinu var Sandra Baldvinsdóttir en verjandi Hafnarfjarðarbæjar var Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður. Þrátt fyrir að öllum kröfum hafi verið hafnað var málskostnaður látinn falla niður sem þýðir að hvor um sig greiðir sinn lögfræðikostnað.

Lesa má dóminn hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2