fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirSíðasta opnunarhelgi í Jólaþorpinu - í miðbæ Hafnarfjarðar

Síðasta opnunarhelgi í Jólaþorpinu – í miðbæ Hafnarfjarðar

Góð aðsókn og fjörlega sala í Jólaþorpinu

Jólaþorpið á Thorsplani hefur blómstrað aðventuhelgarnar, gestakoma hefur verið mikil og söluaðilar hafa verið mjög ánægðir. Segir samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar að metaðsókn hafi verið hvorutveggja gesta og söluaðila en engar tölulegar upplýsingar eru til um það heldur tilfinningin ein.

Veðrið hefur leikið við gesti Jólaþorpsins þó margir sakni snæviþaktrar jarðar. Það hefur þó ekki komið að sök og fólk notið þess að spóka sig um í miðbænum, fylgjast með skemmtiatriðum, kíkja í búðir og hitta annað fólk.

Jólaþorpið er opið um helgina
kl. 12-17 og búðir eru opnar lengur

Jólasveinar verða á vappi og Gospelkór Ástjarnarkirkju syngur kl. 14 á morgun, laugardag og Friðrik Dór kl. 14.30. Krakkar úr Arabesque dansskólanum sýna dans kl. 15 og alltaf er hægt að fá far með hestvagninum um Strandgötu.

Jólaball sunnudagskóla Fríkirkjunnar

Á sunnudaginn verður jólaball sunnudagaskóla Fríkirkjunnar í Jólaþorpin kl. 11 þar sem allir eru velkomnir, tónlistin ómar og gleðin mun ríkja.

Dagskrá á sviði hefst svo kl. 13.30 og stendur til 16 en kl. 15 verður Jólaball með Sigga Hlö.

Sjá má nánar um dagskrána á Facebooksíðu Jólaþorpsins.

Opið er í verslunum Fjarðar til kl. 22 alla daga til jóla.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2