fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífHlupu úr messu að öllum helstu kirkjum bæjarins

Hlupu úr messu að öllum helstu kirkjum bæjarins

Um 130 manns hlupu í fjórða Kirkjuhlaupi Hauka á annan í jólum

Hlauparar víðs vegar að troðfylltu Ástjarnarkirkju kl. 10 að morgni annars í jólum. Séra Kjartan Jónsson las jólaguðspjallið og flutti hugvekju. Ólöf Inger Kjartansdóttir söng einsöng og heillaði hlauparana með fallegum söng sínum.

Hópurinn fyrir utan Ástjarnarkirkju áður en hlaupið var af stað.
Hópurinn fyrir utan Ástjarnarkirkju áður en hlaupið var af stað.

Að lokinni messu var hlaupið af stað en um 130 hlauparar úr fjölmörgum hlaupahópum á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í hlaupinu.

Á Austurgötu
Á Austurgötu

Þetta er ekkert keppnishlaup, heldur var markmiðið að njóta í góðum hópi. Hlaupinn var um 14 km hringur og komið að helstu kirkjum bæjarins, klaustrinu og kapellunni í kirkjugarðinum auk þess sem hlaupin var gamla kirkjuleiðin að Garðakirkju.

76untitledAnnars var hlaupið frá Ástjarnarkirkju að Kapellunni í Hafnarfjarðarkirkjugarði, þaðan að Jósefsskirkju og síðan að Klaustrinu. Þaðan var hlaupið að Fríkirkjunni og síðan að Víðistaðakirkju en lengst var farið að Garðakirkju en síðast komið að Hafnarfjarðarkirkju áður en aftur var komið að Ástjarnarkirkju.

Hlaupið endaði svo í Ástjarnarkirkju þar sem heitt kakó með rjóma beið hlauparanna og drekkhlaðið borð með brauði og kökum.

Veisluborð beið hlauparanna í Ástjarnarkirkju.
Veisluborð beið hlauparanna í Ástjarnarkirkju.

Skokkhópur Hauka stóð fyrir hlaupinu og er þetta í fjórða sinn sem það var haldið.

104untitledSigurjón Pétursson tók meðfylgjandi myndir og fleiri myndir má sjá hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2