fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirUmfangsmikil leit að tvítugri konu

Umfangsmikil leit að tvítugri konu

Lögreglan leitar að ökumanni rauðrar Kia Rio bifreiðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn Birnu Brjánsdóttur, tvítugrar konu sem lýst var eftir í fjölmiðlum um helgina.  Birna er um 170 sm á hæð, með sítt ljósrautt hár, klippt með topp fram á ennið.  Hún var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu og svartan flísjakka með hettu. Þá var hún í svörtum uppreimuðum Dr. Martens skóm.

Síðast er vitað um að Birna hafi verið í samskiptum við fólk á skemmtistaðnum Húrra við Tryggvagötu í Reykjavík.  Birna sést í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg að húsi nr. 31 þar sem hún hverfur sjónum um kl 05:25.

Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir Birnu og hvar hún er niðurkomin að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109.

Í þágu rannsóknar þessa máls eru meðfylgjandi nokkrar myndir úr eftirlitsmyndavélum í miðborginni.  Á myndunum má sjá rauða fólksbifreið sem sennilega er af gerðinni Kia Rio.  Bifreiðinni var ekið vestur Laugaveg á móts við hús nr. 31, kl. 05:25 aðfararnótt laugardagsins 14. janúar sl.

Í því skyni að leita upplýsinga um ferðir Birnu biður lögreglan ökumann rauðu bifreiðarinnar að hafa samband við lögreglu í síma 444 1109 sem allra fyrst.  Þá biður lögreglan alla þá sem voru á ferðinni á þessum slóðum um kl. 05:25 aðfararnótt 14. janúar sl., og kynnu að hafa veitt Birnu Brjánsdóttur athygli að hafa samband við lögreglu.

Sérhæfðir leitarhópar kallaðir út til leitar að Birnu Brjánsdóttur

Björgunarsveitarfólk leitar

Leitarfólk úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið síðan á aðfaranótt sunnudagsins. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem mun einbeita sér að svæðinu þar sem síðast sást til Birnu og leita skipulega út frá því.

Svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi og hefur síðan unnið að gagnaöflun með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem m.a. leiddi til þeirrar sameiginlegu ákvörðunar lögreglu og Slysavarnafélagsins Landsbjargar að hefja leit á Birnu en laust fyrir miðnætti var óskað eftir aðstoð sporhunds Björgunarsveitar Hafnarfjarðar sem bæði leitaði í miðborg Reykjavíkur og við Flatahraun í Hafnarfirði.

Uppfært 11:43

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2