fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÍshúsið fékk hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Íshúsið fékk hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Tæplega 30 fyrirtæki voru tilnefnd

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru afhent í fyrsta sinn í dag en Markaðsstofan var stofnuð á síðasta ári.

Það voru aðilar að Markaðsstofunni sem sendu inn tilnefningar sem voru tæplega 30 og eftir yfirferð stjórnarinnar stóðu eftir þrjú fyrirtæki.

Tilkynnti Karl Guðmundsson formaður stjórnar Markaðsstofunnar að ákveðið hafi verið að veita Íshúsi Hafnarfjarðar hvatningarverðlaunin að þessu sinni fyrir uppbyggingu lifandi miðstöðvar listamanna og hönnuða í gamla Íshúsinu.

Þá fengu þau tvö fyrirtæki sem höfðu fengið næst flestar tilnefningar viðurkenningar en það voru Annríki, þjóðbúningar og skart og Von mathús.

Karl Guðmundsson, fulltrúar Íshúss Hafnarfjarðar; Díana Margrét Hrafnsdóttir, Fjóla Eðvarðsdóttir, Ólafur Gunnar Sverrisson og Anna María Karlsdóttir. Fulltrúar Von mathúss, Kristjana Þura Bergþórsdóttir og Einar Hjaltason og fulltrúar Annríkis, Guðrún Helga Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2