fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífÞemavika í tónlistarskólanum

Þemavika í tónlistarskólanum

Heimsókn leikskólabarna á föstudag og Dagur tónlistarskólans á laugardag

Í dag hefjast þemadagar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hefðbundin kennsla er brotin upp og kennarar bjóða upp á ýmiss konar samspil fyrir nemendur allt frá dúettum upp í heilar hljómsveitir. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólans sem stofnuð var á vordögum verður með æfingalotu en það eru þau Ármann Helgason og Laufey Pétursdóttir sem stýra henni.

Sambanámskeið verður haldið mánudag og fimmtudag. Þar munu nemendur læra nokkur lög í karnivalstíl og kynnast slagverkshefðum sambaskólanna. Eru allir velkomnir óháð hljóðfæri og stað í námi. Þá verður einnig stutt kynning á karnivalinu í Brasilíu, götuskrúðgöngum og sambaskólunum.

Leikið verður á Boomwhacker sem eru tónarör. Hver nemandi fær eitt eða tvö rör og síðan verða æfð nokkur lög, bæði einföld og erfiðari. Námskeiðin verða þriðjudag og/eða föstudag

Popphljómsveit – æfð verða þrjú lög í 6 mismunandi hópum og koma hóparnir síðan saman tveir og tveir.

Sellónemendur koma sama í minni hópum, vinkonur, systur o.s.frv. Ýmis konar samspil verður hjá þverflautunemendum.

Boðið verður upp á kynningu á meisturum píanósins, Horowitz, Glenn Gould og Richter.

Þeim sem dreymt hefur að búa til popplag í tölvu gefst tækifæri á því á miðvikudag í Tónkvísl.

Í lok þemavikunnar föstudaginn 10. febrúar koma skólahópar leikskólanna í bænum í heimsókn. Er búist við allt að 330 börnum í þremur heimsóknum. Það eru eldri hópar forskólans ásamt strengjasveit og gítarhópi sem tekur á móti þeim auk fleiri hljóðfæranemenda.

Opinn dagur á laugardaginn

Laugardaginn 11. febrúar er opinn dagur hjá tónlistarskólanum. Dagskrá hefst kl. 10 um morguninn þegar eldri nemendur forskólans mæta og fá fræðslu um þau hljóðfæri sem kennt er á við tónlistarskólann og fá síðan að prófa hljóðfærin. Kl. 13 hefjast síðan tónleikar á Torginu og í Hásölum þar sem verður afrakstur þemavikunnar og ýmislegt fleira.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2