fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirGötulistamaður málar á vegg í Hafnarborg

Götulistamaður málar á vegg í Hafnarborg

Stefán Óli Baldursson málar stóra mynd á vegg í Bike cave

Á veitingastaðnum Bike cave í Hafnarborg er Stefán Óli Baldursson (27) götulistamaður að mála stóra mynd á gafl inni í kaffihúsinu og blasir myndin við öllum sem koma inn í Hafnarborg bakdyramegin – frá Fjarðargötu.

Stefán segir myndina vera nokkuð flókna og eigi hún á sinn hátt að tákna hjól. Eins og sjá má á myndinni er ennþá ekki auðvelt að sjá hjól en byggingarnar á myndinni mynda hjól og gestir veitingastaðarins bíða spenntir eftir að sjá hvernig verkið breytist og fær á sig endanlega mynd.

Hálfunnið verk Stefáns Óla í Hafnarborg

Stefán hefur unnið fjölmörg götulistaverk, m.a. í Nuuk í grænlandi þar sem hann í íslensku-grænlensku-áströlsku samstarfsverkefni málaði tvö mjög stór verk á gafla húsa og hefur verkið fengið mikla athygli. Segist Stefán vinna flest verk eftir pöntun en fái lang oftast að hafa frjálsar hendur við hönnun verksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2