fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirÞjónustuprammi losnaði og strandaði við Sundhöllina

Þjónustuprammi losnaði og strandaði við Sundhöllina

Búist við að hann náist út á flóðinu í dag

Þjónustuprammi frá Vélsmiðju Orms og Víglundar rak upp í fjöru skammt frá Sundhöllinni við Herjólfsgötu í nótt. Hafði pramminn verið bundinn við aðra skipakvína sem einnig er í eigu vélsmiðjunnar. Í nótt kom all mikill veðurhvellur með vestanátt og myndast þá oft ólga í höfninni. Losnaði pramminn og rak yfir hafnarmynnið og strandaði.

Íbúar á Norðubakkanum geta fylgst með úr stúkusætum

Háfjara var í morgun og pramminn var vel skorðaður í fjörunni. Voru starfsmenn Orms og Víglundar að koma á staðinn upp úr kl. 10 til að þétta prammann áður en hann yrði dreginn á flot á flóðinu en gat hafði komið á hann.

Ekki ætti að vera vandkvæðum bundið að ná prammanum á flot á næsta flóði en hann er flatbotna og nálega 12 metra langur.

Starfsmenn Vélsmiðju Orms og Víglundar að störfum við þéttingu prammans

Skv. upplýsingum Ágústs Inga Sigurðssonar hafnsögumanns er ekki vitað til að bátar hafi losnað frá bryggju í nótt enda ekki óalgengt að svona veður skelli á yfir vetrartímann.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2