Í dag er sérstakur dagur einhverfu og margt gert til að vekja athygli á einhverfu og að fræða fólk um hana. Hefur margt verið gert í leik- og grunnskólum landsins og hefur Setbergsskóli m.a. annars núna verið með þemaviku um einhverfu þar sem allir hafa tekið þátt, unnið verkefni um einhverfu sem eru svo til sýnis í skólanum.
Í Setbergsskóla er rekin einhverfudeild samhliða skólastarfinu. Börnin fylgja bekkjarfélögum sínum eins og kostur er en Bergið, eins og deildin kallast, er athvarf fyrir einhverfu börnin þegar á þarf að halda og þar er reynt að einstaklingsmiða þörfum þeirra.
Verkefnin sem unnin hafa verið í þemastarfi Setbergsskóla eru til þess fallin að opna umræðuna og auka skilning skólabarnanna á því hvað felst í einhverfunni.
Nánar er fjallað um þetta í Fjarðarfréttum á fimmtudag.
„Introvert“ er myndband eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttur sem segir eina sögu um einhverfu en einhverfurófið er fjölbreytt og því engir tveir eins.