fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirValgerður Rúnarsdóttir nýr framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ

Valgerður Rúnarsdóttir nýr framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ

Tekur við í sumar af Þórarni Tyrfingssyni

Hafnfirðingurinn Valgerður Árný Rúnarsdóttir sérfræðingur í fíknlækningum og yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi var einrómametinn hæfasti umsækjandinn um stöðu framkvæmdastjóra læknainga á merðferðarsviði SÁÁ.

Valgerður uppfyllir allar hæfniskröfur sem fram koma í auglýsingunni um stöðuna að mati nefndar sem mat hæfni umsækjenda. Hún á áralangan og farsælan starfsferil á Sjúkrahúsinu Vogi sem sérfræðingur í fíknlækningum og yfirlæknir á Sjúkrahúsinu Vogi.

Þórarinn Tyrfingsson hefur tilkynnt að hann hyggist láta af starfinu en hann verður sjötugur í sumar.

Eftir er að ganga frá samningum um ráðningu Valgerðar en matsnefndin, sem fór yfir þær umsóknir sem bárust þegar starfið var auglýst laust, taldi að Valgerður Árný Rúnarsdóttir væri hæfust til að gegna starfinu.

Heimild: SÁÁ

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2