fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirBætt afkoma Hafnarfjarðarhafnar

Bætt afkoma Hafnarfjarðarhafnar

Skuldir lækka ört

Tekjur Hafnarfjarðarhafnar voru 388,3 millj. kr. árið 2016 og höfðu aukist um tæpar 46 milljónir kr. frá árinu á undan.

Hagnaður var 120,9 millj. kr. eða um 21% af tekjum og hafði hann nær tvöfaldast á milli ára. Er hann um 20% umfram áætlun.

Handfært fé frá rekstri er hins vegar 230,9 milljónir kr. og jókst handbært fé á árinu um 3,3 milljónir kr.

Eignir Hafnarfjarðarhafnar samanstanda af hafnarmannvirkjum og lóðum auk húseigna, báta og annars búnaðar og vega lóðirnar þyngst eða um 54% af eignum sem í heild námu tæpum 2,9 milljörðum kr. Rétt er að geta þess að þetta er bókfært verð en fasteignamat lóðanna í árlok var rúmlega 3,9 milljörðum og viðlagaverðmæti hafnarmannvirkja var tæpur 5,1 milljarður kr.

Langtímaskuldir voru í árslok 756,9 millj. kr. og höfðu lækkað um tæpar 114 millj. kr. á einu ári.

Ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar var lagður fram á fundi hafnarstjórnar í morgun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2