fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífFjölmenningarráð tekur brátt til starfa

Fjölmenningarráð tekur brátt til starfa

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 8. júní 2016 samþykkt fyrir Fjölmenningarráð Hafnfirðinga.

Fjölmenningarráðið skal vera bæjarstjórn og nefndum og ráðum Hafnarfjarðarkaupstaðar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa sem eru innflytjendur. Ráðið skal stuðla að hvers konar upplýsingagjöf og samstarfi Hafnarfjarðarkaupstaðar við hagsmunasamtök hópsins, móta stefnu og gera tillögur til bæjarráðs sem varðar verksvið þess. Ráðið skal leitast við að tengja saman fjölmenningarleg samfélög í Hafnarfirði, byggja brýr á milli Íslendinga og innflytjenda, koma málefnum innflytjenda á framfæri og stuðla að friðsamlegu fjölmenningarlegu samfélagi.

Fjölmenningarráðið verður skipað 5 fulltrúum og jafnmörgum til vara. Leitað skal við að samsetning ráðsins skal endurspegli fjölbreytileika fjölmenningarsamfélagsins. Bæjarstjórn kýs tvo fulltrúa og tvo til vara, þrír fulltrúar og þrír til vara eru kosnir beinni kosningu til tveggja ára í senn á Fjölmenningarþingi Hafnarfjarðarbæjar. Fjölmenningaráðið sjálft kýs sér formann og varaformann og skiptir að öðru leyti með sér verkum.

Ráðsfundur skal að jafnaði haldinn fyrir luktum dyrum og er þá óheimilt að greina
opinberlega frá ummælum sem fram koma hjá einstökum fundarmönnu.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær fyrsta fjölmenningarþing Hafnarfjarðar verður haldið en á því er gert ráð fyrir að leitað verði álits innflytjenda sjálfra á þjónustu bæjarins og með hvaða hætti megi gera þjónustu Hafnarfjarðarbæjar aðgengilegri fyrir þennan þjónustuhóp. Á þinginu verða ennfremur kosnir þeir 3 fulltrúar í Fjölmenningaráð sem bæjarstjórn skipar ekki. Ráðið er kosið til tveggja ára.

Fjölskylduráð hefur tilnefnt Karólínu Helgu Símonardóttur og Algirdas Slapikas sem aðalmenn og Valdimar Víðisson og Árni Áskelsson sem varamenn í fjölmenningarráð og vísar þeirri tilnefningu til staðfestingar í bæjarstjórn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2