fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífGríðarlangur vinadreki sem teygðist um Vallahverfið

Gríðarlangur vinadreki sem teygðist um Vallahverfið

Velheppnuðum Hraunvallaleikum lauk með göndu drekans um hverfið

Hinir árlegu Hraunvallaleikar voru haldnir í síðustu viku í Hraunvallaskóla og hefðbundið skólastarf varr brotið upp. Hugmyndin með leikunum er að búa til skemmtilegan viðburð þar sem nemendur og starfsfólk eiga góða daga við leik og skemmtun. Tekist varr á við fjölbreytt verkefni, þrautir og leiki þar sem allir fengu að spreyta sig og stórir og smáir hjálpuðust að. Íþróttir, sund og val­greinar voru ekki kenndar þessa daga.

Risastór vinadreki

Farið var út á Drekavelli á lokadegi leikanna sl. föstudag þar sem myndaður var risastór vinadreki. Fremst voru nemendur með drekahöfuð og á  eftir komu allir nemendur og starfsfólk skólans í halarófu. margir voru klæddir í drekalitunum þennan dag, þ.e. rauðu, gulu, gylltu eða appel­sínugulu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2