fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanTillaga um leigufélag í almannaþágu í Hafnarfirði

Tillaga um leigufélag í almannaþágu í Hafnarfirði

Aðsend grein

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 29. mars 2017 lögðu fulltrúar Vinstri grænna og Sam­fylk­ingar fram tillögu um að Hafnarfjarðarbær stofni leigu­­félag sem ekki er rekið í hagn­aðar­skyni (non profit leigu­félag) skv. heim­ild 38. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.

Leigufélagið yrði húsnæðis­sjálfs­eignastofnun sem sæi um byggingu íbúða sem standa öllum almenningi til boða til leigu án tillits til efnahags eða annarra aðstæðna, gegn leigugjaldi sem miðast við afborganir, vexti af lánum, vaxtakostnað, almenns rekstrar­kostn­aðar og annars kostnaðar af íbúðinni.

Ástæða þess að tillagan var lögð fram er það ófremdarástand sem nú er á húsnæðismarkaði. Ungt fólk á í mestu vandræðum með að flytja að heiman, leigjendur á leigumarkaði eru að sligast undan háu leiguverði og litlu húsnæðis­öryggi. Þegar bráðum þrjú ár eru liðin af kjörtímabilinu finnst okkur of lítið hafa gerst af hálfu sveitarfélagsins til að bregðast við aðstæðum og mæta þörf­um þessa sístækkandi hóps. Það er í raun löngu tímabært að bregðast við.

Hugmyndir okkar byggja á evrópskri og norrænni fyrirmynd sem eru leigu­félög í eigu sveitarfélaga eða sjálfs­eignarstofnana sem sveitarfélög koma að. Samkvæmt lögum um hús­næðismál nr. 44/1998 er sveitar­félögum heimilt að stofna eða taka þátt í stofnun slíkra félaga sem ekki eru rekin í hagn­aðarskyni og hafa það að langtíma­markmiði að byggja, kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri íbúða sem leigðar eru út.
Fulltrúar Vinstri grænna og Sam­fylkingar lögðu fram tillöguna og var samþykkt að vísa henni til Bæjarráðs til meðferðar. Vonumst við til þess að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar taki undir með okkur og greiði götu málsins þannig að fljótlega geti litið dagsins ljós nýtt leigufélag í þágu almennings í Hafnarfirði.

Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir,
Adda María Jóhannsdóttir,
Margrét Gauja Magnúsdóttir,
Gunnar Axel Axelsson.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2