fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimÍþróttirSundknattleikurSundknattleiksmót fyrir 16 ára og yngri á sunnudaginn

Sundknattleiksmót fyrir 16 ára og yngri á sunnudaginn

Aukinn áhugi fyrir sundknattleik

Sundfélag Hafnarfjarðar í samvinnu við SSÍ standa fyrir keppni í sundknattleik fyrir 16 ára og yngri á sunnudaginn kl. 9.30 til 16 í Ásvallalaug.

Markmiðið með mótinu er að kynna sundknattleik fyrir ungu sundfólki, þjálfurum og félögum. Efla vitund með jafnri þátttöku beggja kynja í blönduðum liðum og veita öllum tækifæri til að taka þátt. Leyfa krökkum að skemmta sér í sundíþrótt og efla liðsheild.

Upphitun hefst kl. 9 en mótið er tvískipt: 16 ára og yngri (fædd 2001+) og 14 ára og yngri (fædd 2003+) annars vegar og 12 ára og yngri (fædd 2005+) hins vegar.

Stefnt er að því að hafa 4-6 lið í hvorum aldurshópi en félög eru hvött til að senda meira en eitt lið til keppni svo fleira íþróttafólk fái tækifæri til að taka þátt.

Tvö bestu keppa um Íslandsmeistaratitil í lok maí

Tveimur bestu liðunum í hvorum aldurshópi verður boðið að leika úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil helgina 27.-28. maí nk.

Liðin

Liðin eru blönduð, strákar og stelpur, með að hámarki 10 leikmenn (2 markverði og 8 útileikmenn) og að lágmarki 8 leikmenn (1 markvörð og 7 útileikmenn) og þjálfara.

7 leikmenn mega vera inn á hverju sinni, 1 markvörður og 6 útileikmenn.

Lið verða ávallt að vera með spilandi leikmenn af báðum kynjum.

Leikvöllur og lengd leiks

Leikirnir verða spilaðir í tveimur hlutum, 7 mínútur hvor, með 3 mínútna leikhléi.

Vallarstærð er 20,0 m x 12,5 m. Liðin nota númeraðar, bláar og hvítar hettur, og rauðar fyrir markverði.

Reglur

FINA Water Polo reglur verða notaðar með nokkrum breytingum.

Leikvilla – Leik haldið áfram eftir aukakast – sending til liðsfélaga

  • Setja boltann undir yfirborðið nálægt andstæðingi
  • Hindra andstæðing sem er ekki með boltann
  • Halda eða ýta leikmanni, sem er ekki með boltann, í kaf
  • Ýta sér frá öðrum leikmanni
  • Stíga í botninn eða halda í línurnar í leik

Brottvísun – Leikmaður verður að fara af vellinum

  • Sparka eða kýla leikmann
  • Viljandi skvetta vatni í andlit á leikmanni
  • Trufla aukakast
  • Misferli eða vanvirðing við dómara
  • Árásagjörn hegðun, halda, ýta í kaf eða toga í leikmann sem er ekki með boltann

Undantekningar frá stöðluðum FINA reglum með breytingum fyrir 16 ára og yngri

  • Leikmenn mega grípa bolta með báðum höndum en verða að kasta boltanum með einni hendi
  • Eftir villu verður að senda boltann. Beint skot á mark er ekki leyfilegt
  • Lið verða að spila pressuvörn á sínum leikhelmingi. Svæðisvörn er óheimil.
  • Eftir brottvísun þarf leikmaður að synda inn í skiptisvæðið og má þá annar leikmaður koma strax inn á

Skráning

Lokafrestur skráningar er 16. apríl  (Nafn liðs og aldurshópur). Nafnaskýrslu með nafni leikmanns og aldri þarf að skila inn fyrir upphitun á keppnisdegi.

Tengiliður mótsins er Mladen Tepavcevic (mladen@sh.is)

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2